Heimsborgarinn skellti sér á tælenska veitingastaðinn Menam á Selfossi á dögunum. Þaðan hafði Heimsborgarinnar góðar minningar um fínan tælenskan mat og vildi gjarnan reyna aftur. Heimsborgarinn, sem er auðvitað mikill heimsborgari, hefur að sterkar skoðanir á því hvernig tælenskur matur er framreiddur og því þarf talsvert til að gera hann ánægðan. Í þetta skiptið pantaði Heimsborgarinn tælenska núðlusúpu en maki hans pantaði kjúklingarétt með hvítlauk og engiferi. Kjúklingarétturinn stóð fyrir sínu, að því undanskildu að hann var langt frá því að vera mjög sterkur eins og haldið var fram á matseðlinum. Núðlusúpan var hins vegar eitt mesta fúsk sem Heimsborgarinn hefur fengið af matseðli og minnti helst á mínútunúðlusúpu með hálfri papriku. Heimsborgarinn gat sem betur fer nartað í kjúklinginn og fór því ekki svangur út, en samt dálítið svekktur.

Prev PostSannfæring ráði - líka í Icesave
Next PostRiðar klerkastjórnin til falls?