Vinstri græn – sterk í borgarstjórn

Á síðasta kjörtímabili hefur VG meðal annars:

Fengið samþykkt að orkuverð OR verði gert opinbert
Fengið samþykkta hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavíkurborg
Fengið samþykkt rannsókn á stjórnsýslu og stjórnkerfi borgarinnar
Komið í veg fyrir að Orkuveitan lenti í klóm Hannesar og Bjarna
Fengið samþykkt að afnema forréttindi borgarfulltrúa og valinna embættismanna varðandi sumarbústaði
Fengið samþykkt að atvinnulaust fólk fái frítt í sund og á bókasöfn
Spornað gegn því að Björgólfur Thor Björgólfsson eignaðist Hallargarðinn
Fengið samþykkt að barnafólk á fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót
Stöðvað einkavæðingu á Droplaugarstöðum
Fengið samþykkta tillögu um árlega borgarafundi með borgarbúum og borgarfulltrúum.
Fengið samþykkt að styrkja Barnverndarnefnd um 3 stöðugildi
Fengið samþykkt að árið 2010 er tileinkað velferð barna
Fengið samþykkt að stofnaður var aðgerðarhópur um velferð barna
Ítrekað fengið samþykkt aukið fjármagn til aðgengismála
Fengið samþykkt að fjölga atvinnutækifærum fyrir ungt fólk með auknu fjármagni
Fengið samþykkt að stofna námskeið í notkun Strætó fyrir börn í 3.-4. bekk
Fengið samþykkt að bæta stöðu utangarðsfólks
Fengið samþykkt að auka táknmálstúlkun á viðburði borgarinnar.
Fengið samþykkta hlutlausa úttekt á kynbundnum launamun í borginni.
Fengið samþykkt að skólamáltíðir séu á sama verði í öllum skólum og að aðeins er greitt fyrir tvö börn.
Endurmetið skipulag á Hólmsheiði í þágu grænna svæða.

Prev PostTopp tíu og hræðslukarlrembustéttin
Next PostNeðanjarðarvændiskaupendur