Af hverju ertu á móti framkvæmdum?

Ég er ekki á móti framkvæmdum. Ég skal að vísu játa að árið sem fjölbýlishús var reist við hliðina á mínu og glerháhýsi rétt hjá átti ég það til að verða geðvond. Glerháhýsið stendur nú að mestu autt en ég veit ekki með íbúðirnar í fjölbýlishúsinu. En ef mér er gert að greiða fyrir framkvæmdir, hvort sem er með skattfé, lífeyrissjóðspeningum eða aðgangi að auðlindum sem ég á ásamt öðrum Íslendingum, þá vil ég hafa eitthvað með þær að segja. Þá vil ég að fylgt sé þeim reglum og lögum sem um slíkar framkvæmdir gilda. Ég set líka spurningarmerki við að framkvæmdir sem eru fjármagnaðar með opinberu fé séu þannig að komandi kynslóðum sé gert að borga og milliliðum að græða. Þá vil ég að málin séu rædd og að mjög góður rökstuðningur búi að baki.

Framkvæmdagleðin er nefnilega yfirleitt mest hjá þeim sem ætlast til að aðrir greiði fyrir þær. Þá má spyrja: Ertu á móti ábyrgri meðferð opinbers fjár?

Prev PostPólitísk stefnumörkun!
Next PostNorrænt öryggis- og varnarsamstarf: Raunsæ óskhyggja?