NATO býður flugeldasýningu fremur en loftárásir

Steinsmugan vekur athygli á ótrúlegum auglýsingum 60 ára afmælisbarnsins, NATO, sem nálgast má í gegnum efnisveituna YouTube. Um er að ræða þrjár auglýsingar sem hefjast allar á stríðsástandsmyndum sem breytast svo í hamingjusamlegar myndir af barni sem dettur í fótbolta, ekki á flótta undan sprengjum, eða af flugeldasýningu, ekki loftárás. Undirliggjandi er hinn gamalkunni áróður um að hernaðarbandalög geti tryggt frið og öryggi.

NATO er vissulega í tilvistarkrísu (eins og lesa má um hér). Eitt er að vera með bandalag í tilvistarkrísu og annað er að vera með vopnað bandalag í tilvistarkrísu! Auglýsingarnar eru greinilega hluti af ímyndarherferð þar sem gamalkunnu óttameðali er beitt. Þær eru sérhannaðar til að framkalla gæsahúð og það verst er að það tekst. (Ég fæ alltaf gæsahúð af því að horfa á börn í fótbolta!)

Í þessu sambandi má vekja athygli á myndbandsupptökum sem eru öllu meira lýsandi fyrir starfsemi NATO. Þær má nálgast á þessari síðu og sýna m.a. loftárásir sem gerðar voru á Kosovó í nafni mannúðar. Hallelúja!

Prev PostAð læra ekki af mistökunum
Next Post"Meintir" glæpir