Ein af röksemdunum sem andmælendur vændislaganna notuðu á sínum tíma var að vændi myndi  færast neðanjarðar væru kaup á því gerð ólögleg. Með mansalsmálunum tveimur sem komið hafa fram á Íslandi undanfarið og nú þegar reynir á lögin má hins vegar tala um að vændi sé loks að færast ofanjarðar. En kannski vildi aldrei neinn að vændi færðist ofanjarðar, a.m.k. vilja vændiskaupendur það alls ekki og heldur ekki héraðsdómur, sem seilist langt í rökstuðningi sínum fyrir því að hafa þinghaldið yfir fyrstu vændiskaupendunum sem dregnur eru fyrir dóm lokað.

Það verður sífellt augljósara að margir þeirra sem börðust gegn vændislögunum og báru fyrir sig  ástúðlegri mannúð gagnvart vændiskonum (eða -körlum) höfðu sennilega hagsmuni einhverra annarra í fyrirrúmi, nefnilega þeirra sem vilja geta keypt sér aðgang að líkama fólks, án þess að nokkur viti. Þannig átti að halda vændiskaupendum neðanjarðar. Og hérðasdómur hjálpar til við það.