03.08.2013

Birtist í DV 2. ágúst 2013

Það kann að vera að bera í bakkafullann lækinn að ætla að stinga niður penna vegna máls þess sem skók fótboltasamfélagið á Íslandi í vikunni, það er ákvörðun Arons Jóhannssonar að leika fyrir bandaríska landsliðið fremur en hið íslenska. Í umræðunni hefur mátt greina ýmis stef sem eru skoðunar verð, meðal annars út frá þjóðernishyggju og tengslum hennar við karlafótbolta og aðrar íþróttir, en um þá þætti fjallaði Hafdís Erla Hafsteinsdóttir í áhugaverðri BA ritgerð sinni frá vorinu 2011. Þetta er þó ekki viðfangsefni þessarar greinar, heldur það að staldra aðeins við þann þátt í yfirlýsingu KSÍ vegna málsins að Aron hafi fengið „knattspyrnulegt uppeldi innan vébanda KSÍ“. Af þessu má ráða að KSÍ leggi mikið upp úr knattspyrnulegu uppeldi og eigi þar með talsvert inni hjá fótboltaiðkendum landsins. En þetta er aðeins hálfur sannleikur.

Fjárframlög og sjálfboðaliðar

Í ársreikningi KSÍ fyrir árið 2012 má lesa að sambandið veitti það árið rúmum 70 milljónum króna í styrki til aðildarfélaga. Þar af fóru um 40 milljónir króna til stuðnings við barna- og unglingastarf félaga sem ekki eru með lið í úrvalsdeild karla, en þau síðarnefndu fengu beina styrki frá UEFA til barna- og unglingastarfs. Þetta var því mikilvægur stuðningur en þegar litið er til þeirra fjármuna sem KSÍ ræður yfir þá er fjárhæðin kannski ekki ýkja há. Sem dæmi má nefna að kostnaður við rekstur landsliða var þetta sama ár 355 milljónir króna (þar af um 300 milljónir til A-landsliðanna) og skrifstofu- og stjórnunarkostnaður sambandsins hljóðaði upp á 178 milljónir króna. Til að gæta sanngirni þá nýtur barna- og unglingastarf að sjálfsögðu góðs af þeim fjármunum sem KSÍ ver til mótahalds og fræðslustarfs. En til að gera langa sögu stutta þá er æskulýðsstarfi fótboltans að langmestu leyti haldið uppi með ómetanlegri sjálfboðaliðavinnu áhugafólks og eftir atvikum styrkjum frá fyrirtækjum, æfingagjöldum og framlagi sveitarfélaga, er lýtur einkum að aðstöðu til íþróttaiðkunar.

Starf yngri flokka telur ekki

Hitt er þó alvarlegra og það er sú afstaða til starfs yngri flokka sem endurspeglast í lögum KSÍ. Samkvæmt þeim fer ársþing sambandsins ­­– knattspyrnuþingið – með æðsta vald í málefnum sambandsins. Þingið setur lög, samþykkir ársreikninga, fjallar um málefni fótboltans á Íslandi og kýs formann og stjórn. Samkvæmt lögum KSÍ eiga fulltrúar frá aðildarfélögum sæti og atkvæðarétt á þinginu, en aðeins að þau haldi úti meistaraflokki. Félög sem eingöngu sinna yngriflokkastarfi, líkt og á stundum við um lítil félög á landsbyggðinni, eiga ekki setu- og atkvæðarétt á þinginu. Þetta gerir það að verkum að félög eins og Hvíti riddarinn og Afríka, sem ekki halda úti æfingum í yngri flokkum, geta átt þátt í ákvörðunum á æðstu samkomu KSÍ á meðan lítil félög sem skipuleggja fótboltastarf  á Vestfjörðum og Austfjörðum, svo dæmi séu tekin, geta ekki tekið þátt í stefnumótum sambandsins, nema þar sem þau eiga aðild að sameinuðum liðum sem stilla upp liði í meistaraflokki, en þá er áhrifamáttur þeirra takmarkaður.

Ójafn atkvæðafjöldi

Ennfremur fer fulltrúafjöldi – og þar með atkvæðafjöldi – aðildarfélaga á ársþingi KSÍ eftir því í hvaða deild meistaraflokkar þeirra leika. Þannig eiga félög með úrvalsdeildarlið fjóra fulltrúa á þinginu, lið með félög í fyrstu deild karla þrjá, í annarri deild tvo og lið með meistaraflokka karla eða kvenna í öðrum deildum eiga einn fulltrúa. Þetta gerir það að verkum að KR og FH hafa margfalt meira að segja um þróun KSÍ en félög á borð við Fjarðabyggð/Leikni og Skallagrím. Bæði þessi félög halda þó úti mikilvægu yngriflokkastarfi á svæðum þar sem börn og unglingar leita ekki auðveldlega annað til að æfa fótbolta.

Meistaraflokksáherslan of rík

Í lögum KSÍ endurspeglast því ákveðin afstaða til starfs yngri flokka sem þarfnast endurskoðunar. Með þessu fyrirkomulagi rís KSÍ ekki undir merkjum sem flaggskip fótboltastarfs í landinu. Áherslan á meistaraflokkastarf, einkum bestu liðanna, er of rík. Stjórn KSÍ kann að líta svo á að sambandið eigi eitthvað inni hjá Aroni Jóhannssyni vegna þátttöku hans í ungmennalandsleikjum, en vísunin til knattspyrnuuppeldis almennt vekur upp spurningar, ekki aðeins hvað Aron varðar heldur fótboltbörn og -unglinga landsins í heild sinni. Ég skora á aðildarfélög KSÍ að beita sér fyrir breytingum á þessu, fyrir fótboltann í landinu.

21.06.2013

Birtist í Fréttablaðinu 21. juní 2013

Pawel Bartoszek skrifar um margt ágæta grein í Fréttablaðið 14. júní sl. þar sem hann fjallar um útlendingamál. Greinin er ágæt fyrir þær sakir að Pawel minnir á þá staðreynd – sem ætti að vera augljós – að ákvarðanir um brottvísanir, hæli og útgáfu dvalarleyfa byggja á löggjöf, en ekki á geðþóttaákvörðunum ráðherra, þótt oft sé sett fram krafa um að hið síðarnefnda ráði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á að ræða lagarammann, miklu fremur einstaka mál sem koma upp og hljóta athygli fjölmiðla. Við þetta mætti bæta að í umræðunni er oftar en ekki öllu þvælt saman, umsóknir um hæli og dvalarleyfi fólks utan EES eru lagðar að jöfnu, en í fyrrnefnda tilfellinu gilda alþjóðalög sem fjalla um vernd fólks sem flýja hefur þurft ofsóknir, á meðan dvalarleyfi fjalla um aðrar forsendur dvalar og eru alfarið á valdi Alþingis að ákveða með lögum.

Kærunefnd og frumvarp

En Pawel klykkir síðan út í grein sinni með því að hnýta í vinstrimenn fyrir að hafa litlu breytt til að „opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi“og heldur því fram að síðustu tillögur Ögmundar Jónassonar hafi miðað að því einu að skipa sjálfstæða kærunefnd „um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl.“ Slíkt hefði að mati Pawels engu breytt þar sem nefndin myndi úrskurða eftir sömu lögunum.

Erfitt er að skilja hvað Pawel gengur til með þessari fullyrðingu. Fyrir utan það að kærunefndin hefði bæði víðtækara og mikilvægara hlutverk en Pawel heldur fram þá fer hann með rangt mál þegar hann segir nefndina myndu úrskurða á grundvelli núgildandi laga. Staðreyndin er sú að ákvæði um þessa nefnd er að finna í viðamiklu frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi síðastliðinn vetur og felur í sér setningu nýrra heildarlaga um útlendinga, m.ö.o. ný lög sem úrskurðað yrði eftir.

Breyta þarf atvinnuréttindum

Forsaga málsins er sú að árið 2011 skipaði Ögmundur Jónasson starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir lög um útlendinga og lög um atvinnuréttindi útlendinga og gegndi undirrituð formennsku í þeirri nefnd. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu snemmsumars 2012 og lagði til að sett yrðu ný heildarlög um málefni útlendinga, auk þess sem greindar voru sérstaklega ákveðnar breytingar á dvalarleyfaflokkum og heimildum fólks til að setjast að hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar var hafist handa við að semja frumvarp á grunni tilagnanna og var það sem fyrr segir lagt fyrir á síðasta þingi. Ekki gengu þó allar tillögur starfshópsins eftir svo sem lesa má um í greinargerð með frumvarpinu en til þess hefði þurft áframhaldandi samstöðu með velferðarráðuneytinu sem fer með lög um atvinnuréttindi. Án þess að gera breytingar á atvinnuréttindalögunum – og helst að steypa þeim saman við lög um útlendinga svo sem starfshópurinn lagði til – verður örðugt að fara í þá átt sem Pawel kallar eftir; að opna Ísland í meira mæli fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi.

Mannúðlegri lög

Með þeim aðkallandi breytingum sem Ögmundur Jónasson lagði til með frumvarpi sínu sl. vetur eru hins vegar stigin mikilvæg skref í átt að mannúðlegri löggjöf, styrkari réttindum hælisleitenda og flóttafólks, bættum rétti aðstandenda til dvalar hér á landi (þ. á m. barna) og afnámi hluta þeirrar mismununar á grundvelli menntunar sem er í núgildandi lögum. Þá er lögð rík áhersla á að lögin séu skýr og skilmerkileg, enda geta þau verið úrslitaþáttur í lífi fólks.

Ágreiningur ríkjandi

Núgildandi lög um útlendinga annars vegar og atvinnuréttindi útlendinga hins vegar voru sett árið 2002 í miklum ágreiningi. Vilji þáverandi meirihluta til að setja ný heildarlög um útlendinga var skiljanlegur, enda hin fyrri lög frá árinu 1965 löngu úr sér gengin, en á sama tíma hefði verið æskilegt að ná fram breiðari sátt um lögin. Ágreiningurinn hefur litað umfjöllun um málaflokkinn allar götur síðan, sem er ekki til góðs, hvorki fyrir almenna umræðu né fyrir það fólk sem á allt sitt undir löggjöfinni.

Tilraun til sáttar

Ögmundur Jónasson gerði tilraun til að leggja grunn að sátt um ný heildarlög. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga á síðasta þingi, að hluta til vegna skorts á pólitískum áhuga og að hluta til vegna skorts á tíma. Þetta verkefni bíður nú nýs innanríkisráðherra en einnig – og ekki síður – nýs velferðarráðherra, sem þarf að láta til sín taka í málaflokknum.

16.05.2013

Birtist á knuz.is 8. maí 2013

Enn á ný er sprottin upp umræða um jafnréttismál og fótbolta, að þessu sinni í tengslum við greiðslur til dómara eftir því hvort þeir dæma leiki í úrvalsdeild karla eða úrvalsdeild kvenna. Í ljós hefur komið að munurinn á greiðslum er 156%, þar sem dómarar á karlaleikjum fá greiddar 39.450 kr. en á kvennaleikjum 15.400. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur mætt í fréttir og fréttaþætti til að útskýra þennan mun með vísan til hraða og hinnar miklu ábyrgðar sem það er að dæma karlaleiki. Já, karlarnir hlaupa hraðar, því verður ekki neitað, og sá eða sú sem dæmir karlaleik þarf þ.a.l. að geta hlaupið hraðar. En bíðum aðeins við, er það nægileg ástæða til að réttlæta þennan mikla launamun? Sama hvað tínt er til, hvernig ná menn að reikna það út að það sé 156% erfiðara að dæma karlaleik en kvennaleik, leik sem tekur jafn langan tíma og krefst sömu þekkingar og færni?

Að reikna réttlætið

Hugsum þetta aðeins lengra: Konur hlaupa almennt hægar en karlar og geta þurft þurfa að hafa meira fyrir því að komast í gott form. Munur milli einstaklinga getur líka verið mikill en þetta myndi normalkúrfan segja okkur. Það þýðir að kona sem ætlar að dæma karlaleik þarf að hafa mjög mikið fyrir því að koma sér í form. Aukinheldur þarf hún að slást við rótgróna fordóma vegna kyns síns, þar sem hætt er við að kyn hennar sé gert að aðalatriði ef menn eru ósáttir við dómgæsluna. Karl sem þarf að dæma sama leik þarf ekki að hafa eins mikið fyrir hlutunum. Karl sem dæmir kvennaleik þarf hins vegar að hafa minna fyrir því að vera í nægilega góðu formi en kona sem dæmir kvennaleik. Þannig að ef laun knattspyrnudómara eiga að fara eftir því hversu mikið fólk þarf að leggja á sig fyrir leikina þá mætti alveg eins halda því fram að hæstlaunuðu dómararnir ættu að vera konur sem dæma karlaleiki en þeir lægstlaunuðu karlar sem dæma kvennaleiki. Svo mætti kannski reikna inn í þetta fleiri breytur en kyn, s.s. astma og fituprósentu. Þetta hljómar ruglað – og er ruglað – en ekki endilega fjarstæðukenndara en sá launamunur sem nú er við lýði.

Félagsstarf, ekki iðnaður

Þegar svona reikningskúnstir eru annars vegar má hins vegar ætla að upp komi á yfirborðið hin raunverulegu sjónarmið sem er ekki ólíklegt að búi að baki þeim fullyrðingum sem hafa fengið að fljóta í umræðunni undanfarna daga og er eitthvað á þessa leið: Þeir sem hlaupa hraðar (af náttúrunnar hendi) eiga að fá hærri greiðslur, af því að þeir eru svo fljótir.

Síðan er bætt við: Það horfa miklu fleiri á karlaleikina, tekjur af þeim eru því hærri og þess vegna eiga greiðslur til dómara (og fótboltamannanna) að vera hærri.

Við síðari fullyrðingunni er það að segja að fótbolti er ekki auðlind á Íslandi, hann er fyrst og fremst áhugamál, þeirra sem hann spila og þeirra sem að honum koma. Fótbolti nýtur mikilla styrkja; frá hinu opinbera og einkafyrirtækjum hér heima og frá alþjóðaknattspyrnusamböndunum. Í kringum fótbolta, bæði karla- og kvennabolta, er aukinheldur unnin ómæld sjálfboðaliðavinna, af konum og körlum og börnum. Fótboltinn er því ekki einhver iðnaður sem veltir fjármunum, heldur einkum og sér í lagi vettvangur öflugs félagsstarfs.

Samhengi hlutanna

Og þá komum við að grunnspurningunni, sem við höfum rætt í áratugi: Viljum við halda úti kvennaknattspyrnu á Íslandi (jafnvel þótt konur hlaupi að meðaltali ekki jafnhratt og karlar)?

Þessi umræða sem nú hefur spunnist sprettur nefnilega ekki úr lausu lofti. Hún er í samhengi áranna og áratuganna. Konur hafa haft áhuga á fótbolta allt frá því að leikurinn þróaðist upp úr miðri 19. öld (ég vil auðvitað meina að í eðlilegum heimi jafnra tækifæra og án fordóma þætti öllum gaman að spila fótbolta, undantekningarnar væru jafnmargar og börn sem finnst ekki gaman að hjóla, en það er önnur saga). Konum var hins vegar haldið markvisst frá íþróttinni, þetta átti að vera íþrótt fyrir stráka, ekki stelpur. Þetta er afstaða sem er eiginlega ekkert hægt að leitast við að skýra, svo rugluð er hún, en hún hangir í þeirri heimssögulegu hugmynd að það nægi ekki að karlar og konur séu ólík af náttúrunnar hendi heldur verði samfélögin (menning, trúarbrögð, ríki o.s.frv.) að leita allra leiða til að ýkja þann mun og reka sem öflugasta aðskilnaðarstefnu. Íþróttir hafa þvælst inn í þetta. Hér á landi t.d. í því formi að fótbolti eigi einkum að vera fyrir stráka, í Íran, svo fjarlægt dæmi sé tekið, í því formi að konur eigi alls ekki að hlaupa eða hreyfast hratt, svo sem klerkarnir fyrirskipuðu eftir byltingu árið 1979 (reyndar kom svo í ljós að heilsu kvenna hrakaði svo ofboðslega vegna hreyfingarleysisins að klerkarnir þurftu að endurskoða þessa heilögu, trúarlegu afstöðu sína og breyta um kúrs).

KSÍ gangi á undan

Þegar ég gekk út á völl í frímínútum í sex ára bekk og spurði hvort ég mætti vera með var svarið: Nei, þú ert stelpa (um þróun þessa má lesa nánar hér). Þetta átti sér ekki stað fyrir áttatíu árum síðan heldur árið 1986. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en ennþá virðast konur þurfa að berjast fyrir tilverurétti sínum í fótbolta á Íslandi. Fréttin um launamál dómara er því ekki einstakt tilfelli sem ber að skoða í ljósi þess hversu hratt fólk getur hlaupið eða hve mörg vafamál koma upp, heldur verður hún að skoðast í samhengi við það misrétti sem ríkt hefur innan íþróttarinnar áratugum saman, misréttis sem við höfum lagt allt kapp á að uppræta og megum ekki láta staðar numið. Þess vegna falla skýringar KSÍ ekki í kramið, því við sættum okkur ekki lengur við að litlar stelpur sem elska fótbolta séu álitnar annars flokks við hliðina á strákum sem elska fótbolta. Því fótbolti er fyrst og fremst félagsstarf, sem við eigum öll að geta notið. KSÍ ber mikla ábyrgð og þarf að ganga á undan með góðu fordæmi, ekki á eftir með hangandi haus. Ég trúi því að innan KSÍ sé viljinn, peningarnir eru til (gróflega áætlað miðað við ársreikning KSÍ), þá er bara að þora og framkvæma!

25.04.2013

Birtist í DV 24. apríl 2013

Á nýafstaðinni alþjóðaráðstefnu innanríkisráðuneytisins og fleiri aðila um mannréttindi og stríð sagði Cynthia Enloe, prófessor við Clarke-háskóla, sögu af því þegar frjáls félagasamtök sem börðust fyrir mannréttindum í Afganistan dreifðu útvarpstækjum í fjallaþorpum þar sem samgöngur voru strjálar og langt milli fólks. Félagasamtökin stóðu síðan fyrir útvarpssendingum með upplýsingum og fréttum og lögðu jafnframt áherslu á að fjalla um réttindi og heilsu kvenna, enda getur engin mannréttindabarátta farið fram án þess að taka mið af ólíkri stöðu kynjanna í heiminum.

En svo reyndist þetta ekki eins vel og vonir stóðu til. Hvers vegna?

Jú, útvarpstækin voru strax komin undir „stjórn“ karlanna í þorpunum. Konur máttu ekki snerta þau eða vera viðstaddar þegar karlar söfnuðust saman til að hlýða á erindi hins frjálsa heims. Útvarpstækin urðu því til að auka völd karla í þessum litlu samfélögum, þeir urðu handahafar hinna mikilvægu upplýsinga á meðan bilið milli þeirra og kvenna breikkaði.

Ekki önnur veröld

Þessi saga kemur ítrekað upp í hugann þegar Píratar kynna stefnumál sín þar sem internetið er í forgrunni. Það er reyndar áhugavert út af fyrir sig hvernig liðsmenn samtakanna stilla ítrekað fram röngum upplýsingum um aðgerðir innanríkisráðuneytisins vegna kláms í þeim tilgangi að mála sig upp sem varðhunda internetsins – sjóræningja í stríði sem á sér ekki stað. Það er þó ekki viðfangsefni þessarar greinar, heldur hitt, hvernig internetinu er stillt upp sem lausn við öllum heimsins vanda, nú síðast við fátækt með grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. apríl sl.

En Internetið er, líkt og útvarpið í frásögn Enloe, aðeins miðill, tæki sem hægt er að nota til að koma upplýsingum á framfæri og taka við þeim. Hvernig sá miðill er nýttur er aftur allt annað mál.  Miðla er hægt nota til góðs eins og upplýstrar lýðræðisumræðu eða ills, eins og þegar útvarpið var misnotað til múgæsingar og hvatningar til fjöldamorða í Rúanda og Bosníu. Hér spila því inn fjölmargir þættir sem krefjast betri athugunar, þættir sem hafa að gera með samfélag fólks, enda er netið ekki önnur veröld sem lýtur öðrum lögmálum, eins og skilja má af málflutningi sumra þeirra sem kenna sig við ást á netinu.

Efling lýðræðis

Það er hins vegar rétt hjá Pírötum að internetið er um margt vannýtt nú á bernskudögum þess. Í innanríkisráðuneytinu hefur verið unnið mikið starf á síðustu árum við að byggja upp þekkingu og innviði sem gera að verkum að internetið megi nýta betur í þágu lýðræðisins, samhliða því að efla beint lýðræði. Þannig hafa verið samþykkt lög um rafrænar kosningar til sveitarstjórna og íbúar sveitarfélags geta nú samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum farið fram á íbúakosningu um mikilvæg málefni. Haldnar hafa verið ráðstefnur og fundir um beint lýðræði með aðkomu evrópskra og bandarískra sérfræðinga í þessum málefnum, auk hinna fjölmörgu innlendu sérfræðinga og áhugafólks um málaflokkinn.

Þessi stefna þýðir þó ekki að hægt sé að láta ótalið að ræða einnig um dekkri hliðar samfélags fólks á internetinu. Hvernig tæknin getur verið notuð til að meiða og kúga og hvernig markaðsöflin nýta netið til að móta hugsun og hegðun fólks. Við þurfum að fjalla um þann mismun sem getur verið á aðgengi fólks að netinu eftir uppruna, búsetu og heilsu og þann aðstöðumun sem getur verið milli fólks í netsamfélaginu. Þetta eru ekki nýjar spurningar með tilliti til lýðræðisins, en netið hefur bætt nýrri vídd við þær.

Stefnan þarf að vera ljós

Internetið er ekki lausn, heldur verkfæri. Það er ekki nóg fyrir stjórnmálahreyfingu að kynna tækið sem hún vill nota.  Við þurfum líka að vita hvert hreyfingar ætla að stefna, hvernig Ísland þær vilja byggja upp. Þetta þurfa allir kjósendur að spyrja um þegar valið snýst um afturhvarf til sérhagsmunagæslu hinna fáu eða vonina um réttlátara samfélag þar sem almannahagsmunir eru í öndvegi.

21.03.2013

Erindi hjá Skýrslutæknifélagi Íslands
20. mars 2013

Ágæta samkoma,

Fyrir það fyrsta vil ég bera ykkur kveðju Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra en hann hefði gjarnan viljað taka sjálfur þátt í þessu samtali hér í dag. Hann er hins vegar staddur á málþingi sem innanríkisráðuneytið stendur fyrir um almenningssamgöngur og er þar á meðal ræðumanna. Í annan stað  langar mig að þakka Skýrslutæknifélagi Íslands fyrir að efna til þessa fundar. Aðkoma félagsins þykir mér til fyrirmyndar, hér verður gerð tilraun til að skilja kjarnann frá hisminu, að greina þá umræðu sem nú stendur yfir og opna á yfirvegaða tillögugerð um næstu skref. Yfirvegaða, segi ég, vegna þess að umræða um klám hefur of oft litast af hinu gagnstæða.

Yfirskrift fundarins – Netsía fyrir Ísland: Vænleg leið til að stemma stigu við klámi og óværum? − er kannski eilítið villandi. Umræðan um aðgerðir til að takast á við dreifingu kláms þarf að eiga sér stað á víðari grundvelli, ekki til að þræta um eina leið, heldur til að reyna að skilgreina og ná sem víðtækastri sátt um markmiðið og í framhaldinu að finna leiðir til að komast þangað. Ég skil það þó svo að skipuleggjendum hafi gengið það eitt til að hafa yfirskriftina grípandi í von um að fundurinn vekti áhuga sem flestra, og það er nauðsynlegt, því að í þessari umræðu er áríðandi að fá fram sem flest sjónarmið.

En áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir forsögu málsins, það er: Hvað leiddi til þess að klám hefur verið sett á hina pólitísku dagskrá?

Haustið 2010 efndi Ögmundur Jónasson, þá sem dómsmála- og mannréttindaráðherra, til ítarlegs samráðsferlis um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Á sama tíma stóð fyrir dyrum fullgilding á samningi Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gegn börnum. Liður í þeim samningi er að efna til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi og hefur sú vitundarvakning náð til allra grunnskóla landsins, þar með talið með sérstökum málþingum sem haldin voru í öllum landshlutum fyrir kennara og annað starfsfólk skóla.

Í þessu starfi kom eftirfarandi fram:

Fólk sem starfar með börnum hefur áhyggjur af þeim áhrifum sem klám hefur á börn og unglinga, þar með talið á virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum og hugmyndir þeirra um kynlíf, samskipti kynjanna, klæðaburð og útlit. Fólk sem starfar í tengslum við kynferðisofbeldi – svo sem við lögreglurannsókn, ákærumeðferð, heilbrigðisþjónustu og meðferð fyrir barnunga og fullorðna þolendur – telur að áhrifa ofbeldisfulls kláms gæti í auknum mæli í kynferðisofbeldi hér á landi. Þannig hafa komið mál inn á borð Barnahúss þar sem drengir hafa beitt yngri stúlkur ofbeldi með vísan til ofbeldisfulls klámefnis sem þeir hafa séð. Eitt slíkt dæmi ætti að vera okkur nóg til að kalla eftir umræðu og markvissum aðgerðum.

Í framhaldinu fengum við velferðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti til liðs við okkur og kölluðum til samtals þar sem þátt tóku viðeigandi fagaðilar sem undir þessi ráðuneyti heyra, ásamt háskólasamfélaginu og frjálsum félagasamtökum, auk þess sem öllum þingflokkum var boðin þátttaka. Markmiðið var m.a. að leita svara við þeirri spurningu sem er jafnframt yfirskrift míns erindis: Eiga stjórnvöld að fjalla um klám?

Í þessu ferli skýrðist myndin enn frekar.

Íslensk börn eru að meðaltali 11-12 ára gömul þegar þau sjá klám í fyrsta sinn. Það efni sem mest er dreift felur í sér ofbeldi og vanvirðandi meðferð, einkum gagnvart konum, í sumum tilfellum hreinar pyntingar. Klámframleiðendur keppast við að finna upp á nýjum aðferðum til að tengja saman niðurlægingu, ofbeldi og kynlíf. Þetta efni er orðið að einni helstu „kynfræðslu“ barna en þau geta nálgast það á 20-30 sekúndum á netinu, sum í leit að því, önnur sem eru alls ekki í leit að því. Klámneysla er jafnframt mjög kynjuð en samkvæmt samnorrænni rannsókn horfa tæplega 93% íslenskra stúlkna aldrei eða nánast aldrei á klám á móti 24% pilta. Stærstur hluti pilta á aldrinum 16-19 ára horfir hins vegar oft á klám og um 20% daglega.

Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu og þá á þeim skaðlegu áhrifum sem klám kann að hafa en slíkar rannsóknir verða sennilega seint fullnægjandi þegar efnið er þetta flókið. Það hafa þó verið gerðar ýmsar félagsfræðilegar rannsóknir, en einnig læknisfræðilegar, s.s. á áhrifum klámnotkunar á heilann, en mikil notkun á klámi getur breytt heilastarfseminni, líkt og á við um ýmis fíkniefni. Og þá má velta því upp hver viðbrögð okkar eru – sem foreldrar, kennarar, frístundaleiðbeinendur, íþróttaþjálfarar, stjórnvöld o.s.frv. – ef við vitum annars vegar af 12 ára gömlu barni sem reykir gras og hins vegar af 12 ára gömlu barni sem horfir á klám.

Ég veit ekki hversu langt fundargestir telja ástæðu til að ganga í því skyni að reyna varpa upp mynd af ofbeldisfullu klámi og áhrifum þess. Hér væri hægt að sýna teikningar barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi að fyrirmynd klámiðnaðarins og hægt væri að þylja upp sögur af hérlendum nauðgunarmálum þar sem orðfæri og ofbeldi úr klámi kemur glögglega við sögu. Ég gæti sagt frá spurningum sem kennarar og aðrir uppfræðarar hafa fengið frá unglingum og gefa til kynna að kynlífsreynsla unglinga sé of oft lituð af ofbeldisfullu klámi, þar sem stelpur eru niðurlægðar og strákar taka sér hlutverk þess sem ræður, en rétt er að taka fram að við töpum öll á því að ofbeldisfullt klám trompi kynlíf þar sem jafnrétti, nánd, virðing og vinátta eru með í spilinu, að ekki sé talað um orðið sem virðist nánast bannað að nefna í þessu samhengi – ást.

Ég gæti ennfremur varpað hér upp sjokkerandi myndum og myndskeiðum sem börn hafa fundið á netinu eða fengið sent frá öðrum, en ég tel ekki að það sé sjálfsögð krafa að allir sem vilji fjalla um ofbeldisfullt klám skuli þvingaðir til að horfa á það. Það kann að vera ofbeldi í sjálfu sér að gera það að forsendu umræðunnar.

Því læt ég nægja að setja fram eftirfarandi hvatningu: Ef þið efist um að það sem hér er sagt eigi við rök að styðjast, kynnið ykkur málið vel og spyrjist fyrir í kringum ykkur, ekki síst ef þið þekkið unglinga.

***

Ef við erum sammála um að núverandi staða sé ekki líðandi – eða a.m.k. ekki æskileg − hvað er hægt að gera?

Á borðum ráðuneytanna þriggja – innanríkisráðuneytis, velferðarráðuneytis og menntamálaráðuneytis – liggja nú sundurliðaðar tillögur sem byggja á því samráði sem fram fór sl. haust. Sérstaklega er tekið fram að stefnumótun í málaflokknum þurfi að taka mið af því að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum kláms, þ.m.t. fyrir því að sjá klámefni án þess að hafa aldur eða þroska til að velja eða hafna. Sporna þurfi við því að klám sé fyrsta og jafnvel helsta „kynfræðsluefni“ barna og ungmenna, auk þess sem taka þurfi mið af mögulegum skaðlegum áhrifum kláms á fullorðna neytendur.

Þannig er menntamálaráðuneytinu til dæmis falið að kortleggja fræðslu- og námsefni um klám, klámvæðingu og kynheilbrigði og sjá til þess að kennarar og annað starfsfólk skóla hafi nægilega þekkingu og þjálfun til að geta staðið fyrir fræðslu og tekið á málum sem koma upp. Velferðarráðuneytinu er falið að efna til umræðu um heilsufarsleg áhrif kláms og lagt er til að þessi tvö ráðuneyti móti í samvinnu heildstæða fræðslu- og forvarnaáætlun þar sem tekið verði á klámi, klámvæðingu og kynheilbrigði.

Ég geri þessu greinargóð skil hér til að árétta að sú stefnumótun sem nú stendur yfir er heildstæð og tekur ekki aðeins til lagaumhverfisins, heldur til nauðsynlegrar fræðslu og forvarna, sem ég held að við séum velflest sammála um að krefjist betri umgjarðar en er í dag.

Víkjum þá að þeim tillögum sem innanríkisráðuneytið hefur til skoðunar en þær lúta að lögum og reglum og eru sá hluti vinnunnar sem hefur fengið mesta athygli undanfarið. Samkvæmt almennum hegningarlögum er hvers konar dreifing kláms og birting þess á prenti refsiverð. Framfylgni þessara laga er takmörkuð en fyrir því eru einkum nefndar tvær ástæður. Í fyrsta lagi að það skorti á lagaskilgreiningu á hugtakinu „klám“ og í öðru lagi að lögregla hafi hvorki nægileg úrræði né bolmagn til að fylgja lögunum eftir, sérstaklega þegar kemur að dreifingu á internetinu.

Því var þeim tillögum beint til innanríkisráðuneytisins að bregðast við þessu.

Hvað fyrra atriðið áhrærir þá hefur refsiréttarnefnd nú með höndum það verkefni að vinna frumvarp til almennra hegningarlaga sem þrengi og skerpi á skilgreiningu kláms með vísan til efnis þar sem ofbeldi og niðurlæging er sett í samhengi við kynlíf. Í þeirri vinnu hefur refsiréttarnefnd verið uppálagt að líta til lagaumhverfis nágrannaríkja okkar.

Varðandi síðara atriðið hefur verið settur á laggirnar starfshópur með aðkomu innanríkisráðuneytisins, lögreglu og ríkissaksóknara, í náinni samvinnu við Póst- og fjarskiptastofnun og fjarskiptafyrirtæki. Hópurinn skal kortleggja úrræði lögreglu vegna dreifingar kláms á netinu og gera tillögur að breytingum – lagalegar og tæknilegar – einkum með tilliti til mikilvægis þess að börn hafi ekki aðgang að grófu efni.

Hefur þetta sætt nokkurri gagnrýni, sumpart þar sem fólk hefur gefið sér að málið sé komið mun lengra en raun ber vitni eða er ósammála því að eitthvað eigi að aðhafast, en líka frá þeim sem telja að umræðan ein og sér eigi ekki að leyfast. Hún sé jafnvel hættuleg og ámælisverð. Því síðarnefnda vil ég hafna, enda eru þeir hagsmunir sem hér eru húfi svo ríkir að það er nærri því að okkur beri skylda til að ræða þessi mál og leggja niður tillögur að úrbótum.

***

Þessi umræða er og á að vera margþætt. En einkum eru tveir þættir hennar sem ég tel mikilvægt að ekki sé þvælt saman, það er pólitíkin annars vegar og tæknilega hliðin hins vegar.

Í fyrsta lagi þá snýst umræðan um hvort og þá með hvaða hætti sé rétt að bregðast við áhrifum kláms. Í þeirri umræðu veltum við því upp hvort það sé yfirleitt æskilegt að banna klám svo sem hegningarlög kveða á um og með hvaða hætti slíkt bann eigi að orða. Þetta er hin pólitíska umræða um hvað sé ógn við almannaheill og hvað ekki og hvernig eigi að taka á slíkum ógnum. Sumir telja að það eigi aðeins að gera með fræðslu og umræðu, alls ekki banni, á meðan aðrir telja að réttlætanlegt að setja reglur með það að markmiði að hefta aðgengi og draga úr skaða. Þannig bönnum við sölu á heróíní, áfengisauglýsingar í sjónvarpi, sælgætisauglýsingar í kringum barnatíma og reykingar á skemmtistöðum.

Þá er hægt að ræða hvort dreifing kláms sé saklaus og hin besta tekjulind fjölda fólks eða hvort klámiðnaðurinn sé ofbeldisfullur og klám ofbeldi í sjálfu sér, sem beri að lúta sömu lagalegu lögmálum og nauðganir, mansal og vændi. Svona gæti ég haldið lengi áfram að telja upp þau atriði sem eru undir í þessari pólitísku umræðu.

Í öðru lagi þarf að fjalla um tæknilega og lagalega möguleika til að framfylgja lögum um bann við klámi, það er hin nauðsynlega kortlagning sem þarf að eiga sér stað til að geta haldið umræðunni áfram. Og þetta þarf að vera hægt að ræða óháð hinni pólitísku sannfæringu. Ég segi þetta vegna þess að fjölmargir sem gefið hafa okkur í innanríkisráðuneytinu ráð í þessum efnum hafa sagt tæknilega ómögulegt að hefta internetaðgengi ofbeldisfulls kláms að börnum. En þegar spurt er nánar þá innihalda svörin oft fullyrðingar á borð við:

-         Bann virkar ekki til að bregðast við þessu

-         Þetta mun gera klámið meira spennandi

-         Það verður auðvelt að fara í kringum reglurnar

-         Klám hefur ekki vond áhrif

o.s.frv.

Þessar fullyrðingar eru hluti af hinni pólitísku umræðu, sem á sannanlega rétt á sér en þá í sínum rétta búningi.

Tæknilega umræðan á hins vegar að fjalla um þau úrræði sem eru fyrir hendi og þau úrræði sem gætu verið í þróun á næstu árum, kosti og galla við að nýta slík úrræði, kostnað og mögulegan ávinning. Og lagalega umræðan verður að taka mið af grundvallarreglum réttarríkisins, innviðum þess og þeim verndarhagsmunum sem við höfum til umfjöllunar.

Í framhaldinu heldur hin pólitíska umræða áfram: Hvað erum við tilbúin að gera og hvernig viljum við standa að því? Hversu miklu má til kosta? Þar verða skoðanir eflaust skiptar.

Eitthvað segir mér þó að kannski sé ekki eins langt á milli ólíkra sjónarmiða og ætla má við fyrstu sýn. Og ef við látum vera að stökkva ofan í skotgrafirnar er aldrei að vita nema að við getum fundið góðar lausnir, sem gæti ríkt nokkuð breið samstaða um. Ég tel að Ísland hafi alla burði til að vera í fararbroddi í heiminum í að kljást við þessar spurningar og setja fram tillögur að svörum. Til þess þurfum við að geta rætt ólík blæbrigði internetsins, fegurðina og skuggahliðina, með skilningi á því að við erum á æskuárum netsins, ekki við endapunkt þróunar þess. Þetta er ekki einföld umræða og hún býður ekki upp á patentlausnir. En við skulum í það minnsta sýna kjarkinn til að ræða málin.

Ég hlakka til að hlýða á þau erindi sem hér koma á eftir, læra af þeim og til að taka þátt í umræðunum.

Takk fyrir!

06.03.2013

Birtist á guardian.co.uk 26. febrúar 2013

The Icelandic Minister of the Interior‘s recent initiative to explore ways to address the online circulation of hard-core pornography has received considerable attention from the international media. Many commentators have offered their views on the subject, some to commend the effort, while others have dismissed it as well-intentioned, if misguided, or as an attempt to impose censorship restrictions on internet access in Iceland.

Violent misogyny

The Ministry’s initiative emerges from an extensive consultation process on sexual violence, encompassing police, child protection specialists, lawyers and academic researchers. The experts raised concerns about the effects of porn on the nature – and possibly the scope – of sexual violence in Iceland. Research has also shown that children in Iceland are first exposed to pornography at the average age of 11. In some instances, children have been dramatically affected by it, and symptoms include social isolation and anxiety. There have also been reported cases of teenage boys re-enacting pornographic sexual acts on younger children. Finally, violent pornography is influencing teenagers’ first sexual experiences.

Pornography can reach children in different ways, but it is evident that the probability of a child becoming an adult without seeing porn is close to zero. This is a matter of concern since mainstream internet porn is becoming increasingly violent and brutal. It does not simply consist of images of naked bodies, or of people having sex but of hard-core violence framed within the context of sex.  Young women are usually referred to as sluts, whores, bitches etc. and represented as submissive, while men act in a dominant, degrading and violent way towards them. A fairly typical example could include a mouth-penetration, performed to produce choking, crying or even vomiting. The violent misogyny produced by the porn-industry has become our children’s main resource for learning what sex is about, which is a cause of serious concern.

Legal amendments

In response to the above-mentioned expert concerns, three ministries – the Ministry of the Interior, the Ministry of Education, Science and Culture and the Ministry of Welfare – called upon a wide range of professionals to discuss and analyse the societal effects of violent pornography and to contribute to the development of a comprehensive, holistic policy. Proposals emerging from this process are now being implemented under the auspices of the three ministries. These include increased emphasis on violence prevention, revision of sex education and the forming of a comprehensive policy on sexual health. The proposals on legal amendments – now under consideration at the Ministry of the Interior – are, however, the ones that have received the most attention.

Firstly, a bill is being prepared with the aim of narrowing the legal definition of pornography – the distribution of which is already illegal – to encompass only violent and degrading sexual material.  The goal is to make the important distinction between sex, on the one hand, and violence, on the other. This approach is based on the Norwegian Penal Code.

Secondly, a committee, headed by the ministry, is now exploring how the law can be implemented. The key question pertains to the possibility of placing restrictions on online distribution of violent and degrading pornography in Iceland. Under discussion are both technical solutions and legal and procedural measures.

Critics of this effort have argued that any such attempt automatically involves censorship and unlawful restrictions on the protected freedom of speech. It is important to emphasise that our freedom of speech and behaviour is limited in many ways, without it being considered in violation of our universal human rights. The obvious example is the general consensus on the illegality of child pornography, which includes material that does not place children directly at risk, e.g. cartoons with child-related sexual material. Similarly, we should be able to discuss the circulation and the harmful effects of violent online pornography. And we need to be careful not to force the debate into the bipolar trenches of complete laissez-faire on the internet, on the one hand, and online censorship, on the other.

Collective approach

Furthermore, it is argued that it should be the parents’ responsibility to protect their children from unwanted material on the internet.  This argument is rooted in the on-going debate on whether society as a whole, or parents alone, should be responsible for children’s welfare. International instruments support the societal approach, most notably the UN Convention on the Rights of the Child. Such a   collective approach to welfare is also one of the corner stones of the Nordic welfare model.

All parents know that it is impossible – and far from desirable – to keep an eye on their children at all times. Internet filters for home-use provide a degree of protection, but the measure is limited as children access the internet in different places and on different devices.

It has also been maintained that even the best technical solutions to limiting the distribution of violent online pornography can never be fully implemented because the porn industry will always find a way to circumvent restrictions. This might be true, as it is with respect to many issues constituting threats to public health. But what if we managed to create a society where at least 80% of children grow up without their sexuality being shaped by violent porn? What if we only manage to raise the average age of children when they are exposed to porn for the first time from 11 to 16? Would that be worth a try? Our answer is yes. That is why we are debating the topic and willing to consider radical solutions.

29.01.2013

Ávarp flutt við frumsýningu stuttmyndarinnar Fáðu já – um mörkin milli kynlífs og ofbeldis
29. janúar 2013

Ágætu frumsýningargestir,

Fyrir hönd verkefnisstjórnar um vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum, býð ég ykkur hjartanlega velkomin hingað í Bíó Paradís á forsýningu stuttmyndarinnar Fáðu já – um mörkin milli kynlífs og ofbeldis.

Undirritun alþjóðasamnings kann að láta lítið yfir sér í fyrstu. Lagatæknivinna við fullgildingu nær ekki endilega athygli almennings og alþjóðleg eftirfylgni ekki heldur. En þegar betur er að gáð þá kunna alþjóðasamningar að hafa víðtæk áhrif á þróun í mannréttindamálum ef rétt er haldið á spöðunum.

Ég hef þetta ávarp á þessum nótum þar sem stuttmyndin sem við erum hér saman komin til að fylgja úr hlaði er ekki eyland. Hún á rætur sínar í einum þætti viðamikils samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gegn börnum. Þetta er samningur sem fjölmörg ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, hafa undirritað og þannig skuldbundið sig til þess að vinna af öllum mætti gegn kynferðisofbeldi. Samningur sem íslensk stjórnvöld hafa sýnt í verki að þau taka alvarlega og skipa sér þannig í hóp þeirra ríkja sem viðurkenna kynferðisofbeldi gegn börnum sem alþjóðlegt viðfangsefni, brot sem okkur ber að taka alvarlega, hvar, hvernig og hverra í milli sem þau eiga sér stað.

Samningurinn leggur þær skyldur á herðar aðildarríkjanna að standa fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum og beina henni að almenningi, réttarvörslukerfinu, fólki sem á samskipti við börn í starfi sínu og síðast en ekki síst – að börnunum sjálfum. Ríkisstjórn Íslands ákvað að fara þá leið að setja á laggirnar verkefnisstjórn með fulltrúum þriggja ráðherra, það er Guðbjarts Hannessonar, Katrínar Jakobsdóttur og Ögmundar Jónassonar, en þau sitja hér öll í dag. Markmiðið með þessu var í samræmi við Evrópuráðssamninginn að vitundarvakningin yrði sem víðtækust og með aðkomu allra nauðsynlegra aðila.

Vitundarvakning um kynferðisofbeldi er ekki að hefjast á Íslandi með þessu átaki. Þvert á móti hófst hún fyrir um þrjátíu árum, ekki síst fyrir tilstuðlan kvennahreyfingarinnar og síðar fjölmargra grasrótarsamtaka og einstaklinga sem hafa lagt sín lóð á vogaskálarnar til að berjast gegn kynferðisofbeldi. Við undirbúning vitundarvakningarinnar var tekin sú ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að byggja á því starfi sem hefur verið unnið innan landsteinanna á síðustu árum og áratugum. Með öðrum orðum að nýta þá þekkingu og það frumkvæði sem er fyrir hendi og stíga þannig skref fram á við. Og einmitt þannig varð þess mynd til.

Fyrsti fundur verkefnisstjórnarinnar með handritshöfundunum Brynhildi Björnsdóttur, Páli Óskari Hjálmtýssyni og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur er mér eftirminnilegur. Þar var fyrir að fara krafti og smitandi eldmóði, sem í mínum huga tók af allan vafa um að þau væru rétta fólkið og með réttu hugmyndina. Verkefnisstjórnin ákvað því að verja stórum hluta þess fjármagns sem hún hafði til ráðstöfunar á síðasta ári til gerðar þessarar myndar.  Brynhildur, Palli og Þórdís, þið eigið mikið lof skilið fyrir alla þá vinnu og orku sem þið hafið lagt í myndina og fyrir að hafa fengið allt þetta góða fólk til liðs við ykkur við leik og framleiðslu.

Stuttmyndin Fáðu já – um mörkin milli kynlífs og ofbeldis er ekki aðeins liður í þessari vitundarvakningu, heldur tel ég að með myndinni sé stigið nýtt skref í almennum forvörnum gegn kynferðisofbeldi á Íslandi, með því að taka til gagnrýnnar umræðu mörkin milli kynlífs og ofbeldis, með því að útskýra með skilmerkum hætti að klám er ekki kynlíf og að ofbeldi og kynlíf eiga ekkert skylt. Og með því að draga fram fáránleikann sem er fólginn í því að beita aðra manneskju kynferðislegu ofbeldi.

Til þess að sporna gegn kynferðisofbeldi þurfum við að kveða niður óttann sem við kunnum að bera í brjósti gagnvart því að ræða ofbeldi. Og á sama tíma þurfum við að yfirvinna feimnina við að ræða kynlíf. Ræða það að kynlíf er ekki bara líkamlegt samneyti heldur snýst það einnig um tilfinningar, nánd, öryggi og virðingu. Kynsjúkdómavarnir og ótímabærar þunganir eru ekki það eina sem þarf að huga að, heldur er það á ábyrgð okkar hvers og eins að fara ekki yfir mörk annarra, að virða sjálfsákvörðunarrétt fólks þegar kemur að kynlífi og kynlífsathöfnum. Og um þetta fjallar Fáðu já.

Ágætu frumsýningargestir,

Evrópuráðssamningur um varnir gegn kynferðislegu ofbeldi ratar nú inn í hvert einasta pláss á Íslandi. Á Norðfirði, Ísafirði og í Reykjavík, í framhaldsskólum og grunnskólum, undirbúa kennarar og annað starfsfólk skóla sýningu myndarinnar. Ef allt fer að óskum munu allir 10. bekkingar landsins og fjölmargir framhaldsskólanemar horfa á myndina á morgun. Þá gefst gullið tækifæri til að ræða þessi mál af ábyrgð og yfirvegun, kærleika og skilningi.

Áður en ég gef Brynhildi, Páli Óskari og Þórdísi Elvu orðið, vil ég nota tækifærið og óska þeim, leikurunum, Zeta film og okkur öllum til hamingju með myndina. Að sýningu myndarinnar lokinni verða handritshöfundar, við í verkefnisstjórninni, og eftir föngum ráðherrarnir hér til viðtals og almenns skrafs.

Njótið sýningarinnar.

04.01.2013

Í DV í dag er fjallað ítarlega um ofbeldishótanir sem konur hafa fengið fyrir að láta í ljós skoðanir sínar, ekki síst þegar þær skoðanir fela í sér gagnrýni á viðtekið ofbeldi gegn konum og þá orðræðu sem býr til farveg fyrir slíkt ofbeldi eða viðheldur því. Er það vel að DV skuli gera þessu skil með svo vönduðum hætti, enda er það alvarleg ógn við tjáningarfrelsið og lýðræðislega umræðu að fólki sé hótað ofbeldi fyrir að segja sína skoðun.

Í umfjölluninni er vitnað í hótunarbréf sem mér barst í janúar 2011. DV spurði mig hvort ég vildi bregðast við þessari umfjöllun núna og segja frá upplifun minni af því að taka við hótunum. Ég baðst undan því, enda hefði ég átt erfitt með að bregðast við án þess að rifja upp hvernig hótunin var til komin, og þar á DV hlut að máli.

Hughrifin fullkomnuð

Á þessum tíma, í janúar 2011, var mál lítils drengs sem fæddur var á Indlandi í hámæli hér á landi. Drengurinn var fæddur af indverskri konu, sem hafði gert tiltekið samkomulag við íslenskt par. Þessa sögu þekkja flestir en fjölmiðlar gerðu málinu ítarleg skil.

Málið var vandasamt, enda staðgöngumæðrun óheimil á Íslandi, auk þess sem íslensk stjórnvöld eru bundin af alþjóðasamningum um réttindi barna, sem m.a. er ætlað að koma í veg fyrir barnasölu. Barn er ekki leyfilegt að flytja milli landa nema fyllilega sé ljóst hver fer með forsjá þess og að sá sé samþykkur flutningnum. Staðgöngumæðrun er hins vegar ekki ólögleg á Indlandi en um hana gilda engin lög. Sambærileg mál hafa komið upp á hinum Norðurlöndunum og víða í Evrópu og þurfa hinir evrópsku foreldrar venjulega að dvelja langdvölum á Indlandi meðan greitt er úr lagaflækjum þar. Slík dvöl getur tekið 1-3 ár, enda er Indland annað stærsta ríki heims og álagið á kerfið þar yfirdrifið.

Í framhaldi af þessu máli tók innanríkisráðuneytið saman upplýsingar um réttarstöðu barns við staðgöngumæðrun og geta áhugasamir kynnt sér þær hér.

Upplýsingar þessar höfðu þegar verið birtar þegar DV.is birti frétt sem byggði á fjögurra ára gömlum viðhorfspistli eftir mig sem birst hafði í Morgunblaðinu. Viðhorfið fjallaði um staðgöngumæðrun, en umræða um hana var á þeim tíma takmörkuð hér á landi. Blaðamaðurinn lagði út af þessu með þeim hætti að gagnrýnin viðhorf mín í garð staðgöngumæðrunar hefðu bein áhrif á málsmeðferð í því einstaklingsmáli sem hér er vitnað til, þar sem ég væri nú aðstoðarmaður innanríkisráðherra (áður dómsmála- og mannréttindaráðherra). Til að fullkomna hughrifin var birt mynd af mér, af litla drengnum og af þingmanni sem lét sig málið varða. Myndatextinn með myndunum þremur segir sína sögu um fréttina:

  1. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, telur að borgun fyrir að ganga með barn sé samsuða af vændi og barnasölu.
  2. [Drengurinn]hefur fengið ríkisborgararétt, en ekki vegabréf.
  3. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, hefur gagnrýnt tregðu í að veita Jóel litla vegabréf.

Var jafnframt fullyrt að „mikil tregða“ hefði verið í ráðuneytinu vegna afgreiðslu málsins og að allir lögmætir pappírar væru fyrir hendi. Hvað hið síðarnefnda varðar var fréttinni reyndar breytt eftir á. Þá var vitnað í viðkomandi þingmann en hann hafði ásamt fleiri þingmönnum valið að keyra málið inn í flokkspólitískan farveg.

Hótun vegna uppgerðra verka

Útlegging DV var tekin upp af öðrum miðlum og fór sem eldur í sinu um internetið. Mér bárust ljót bréf og ýmis ummæli voru látin falla um mig á netinu, s.s. að ég væri heimsk og geðveik, öfgafull og hrokafull. Ummælin vísuðu sjaldnast til viðhorfs míns er varðar staðgöngumæðrun – og ekki gerði neinn tilraun til að svara þeim málefnalega – heldur til þess sem þarna var orðið „sannleikur“ að ég væri, illra skoðana minna vegna, að reyna að koma í veg fyrir að þessi litla fjölskylda gæti komið heim til Íslands. Og ekki voru liðnar nema um tvær klukkstundir frá því að DV birti sína umfjöllun og þar til mér barst það grófa hótunarbréf sem vitnað er til í blaði DV í dag.

Eins og gefur að skilja var ég ekki mjög kát með framvindu mála, því eitt er að fá hótanir og óhróðursgusur vegna skoðana sinna, annað er að vera gerðar upp skoðanir og verk og vera hótað nauðgun vegna þess. Og þar ber DV ábyrgð.

Blaðamaður DV hringdi í mig þennan sama dag og vildi fá viðbrögð mín við umfjölluninni. Ég fór á móti fram á upplýsingar frá blaðamanninum um hvað hann hefði fyrir sér í fullyrðingum sínum í fréttinni. Staðfestist þar grunur minn að þarna var að mestu verið að slá upp sem frétt skoðunum stjórnmálamanns, án þess að vísað væri til fullyrðinganna sem hans skoðana. Ég sagðist ekki vilja ræða þetta við DV, vildi ekkert láta eftir mér hafa og myndi svara fyrir mig á öðrum vettvangi, sem ég gerði síðar sama dag á vefsíðu minni.

Að ganga af göflunum?

DV birti hins vegar þetta sama kvöld frétt upp úr samtali mínu og blaðamanns en ekki fyrr en daginn eftir upp úr svarfærslu minni. Tónninn var sá sami og myndbirting og myndatextar nákvæmlega þau sömu og í fyrstu fréttinni, þannig að enn var látið að því liggja að skoðanir þær sem ég lét í ljós árið 2007 hefðu áhrif á afgreiðslu einstaklingsmáls í innanríkisráðuneytinu árið 2011. Lágmarksþekking á stjórnsýslunni ætti þó að geta komið í veg fyrir slíkar samsæriskenningar.

Ég taldi að þarna væri málinu lokið og var létt yfir að mesti hamagangurinn væri yfirstaðinn. En nokkrum dögum síðar birti DV sandkorn um að ég hefði „trompast“ í samtali við blaðamanninn daginn sem fréttin var birt og orðljót bréf tóku að berast. Rétt er að taka fram að það að trompast þýðir að ganga af göflunum, þannig að þarna var vel í lagt, og langt í frá í samræmi við það sem átti sér stað í samtalinu. Skilaboðin voru skýr: DV myndi ekki líða það að ég skyldi reiðast útleggingu þess í fréttaflutningi og svara fyrir mig, alveg óháð því hvort útleggingin gæti með einhverjum hætti hafa talist sanngjörn eða ekki. Þá hélt ballið áfram því 19. janúar birti DV nýtt sandkorn í sínum kaldhæðinslega stíl, enn og aftur til að vekja athygli á því að ég hefði skoðun á staðgöngumæðrun. Þannig  viðhélt blaðið glæðunum í því báli sem það hafði kveikt á DV.is, einmitt því báli sem varð til þess að mér var hótað ofbeldi. Ég hugleiddi á þessum tíma að svara fyrir mig aftur en vissi sem var að það myndi hafa þær afleiðingar einar að umfjöllunin héldi áfram, með tilheyrandi myndbirtingum, háðuglegum sandkornum og ljótum orðum, jafnvel hótunum, á internetinu.

Hvernig leið mér?

En hvernig leið mér, svo sem DV spyr nú?

Það að er vond upplifun að vera hótað. Það er líka sárt að sjá ljót orð falla um sig á internetinu og að skynja hversu margir eru tilbúnir til að rægja einstaklinga en láta ótalið að fjalla um málefnið. Þetta er ekki bara sárt fyrir manneskjuna sem er hótað, heldur líka fólk í hennar nánasta umhverfi. Þannig var það í þessu tilfelli. Og það var óþægilegt að finna að ég var allt í einu orðin vör um mig. Ég óttaðist að hitta fólk sem kynni að halda að mér væri illa við lítil börn. Ég óttaðist að venslafólk og félagar sem ég var ekki í reglubundnum tengslum við tryði e.t.v. óhróðrinum upp að einhverju marki og að næstu vikur færu í að leiðrétta það sem ég gæti. Og það er vont að koma heim til sín, sjá að ljósið sem vanalega er kveikt er slökkt, og hugsa ekki strax að það hljóti að vera sprunginn pera, heldur eitthvað annað og verra.

Ég áttaði mig samt ekki á því þá að skrifin höfðu margfalt meiri áhrif á fólk sem þekkti mig ekki en fólk sem þekkti mig. Seinna sagði mér kona að hún og hennar fjölskylda hefðu hikað við að leita til mín sem aðstoðarmanns ráðherra þar sem þau hefðu haft af mér þá ímynd að ég væri viðskotaill og ófagleg, sérstaklega þegar kæmi að málefnum barna, en þeirra erindi varðaði börn.

Það sem var þó erfiðast í þessu máli var að finna að ég gat ekki haldið áfram að svara fyrir mig. Upplifunin var sú að DV myndi halda áfram þar til ég lægi. Og vopnið var mynd af litlu barni sem átti samúð landsmanna.

Ég átti þess vegna erfitt með að tjá mig um þetta við DV af því tilefni sem nú er, enda var DV miðillinn sem kveikti bálið og kaus að kynda undir því, þrátt fyrir að ég hefði bent á það með málefnalegum hætti að útlegging fréttasíðunnar væri úr lausu lofti gripin.

Þarf meira til

Nú er drengurinn löngu kominn til Íslands og staðgöngumæðrun hefur hlotið nánari umræðu á Íslandi. Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun en í greinargerð með henni er vikið að þeim sömu sjónarmiðum og ég setti fram í viðhorfspistlinum árið 2007 sem fram til ársins 2011 lá óhreyfður.

Til að renna frekari stoðum undir tjáningarfrelsi á Íslandi er mikilvægt að fólk sem tjáir sig eigi ekki yfir höfði sér ofbeldishótanir. Framlag DV nú til þeirrar umræðu er mikilvægt. En það þarf meira til. Fyrir það fyrsta þurfum við enn og aftur að æfa okkur í að fjalla um málefnið, ekki manneskjuna – fara í boltann, ekki manninn. Við þurfum að leggja okkur fram um að skilja hvað fólk er að segja, áður en við rjúkum upp til handa og fóta og fellum dóma. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð hvað þetta varðar. Þar finnst mér að DV þurfi líka að horfa inn á við.

04.01.2013

Greinin birtist í Fréttablaðinu 8. desember 2012

Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.

En hvað þýðir þetta í reynd?

Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaupir þar vændi af barni. Löggæsluyfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsakavalda.

Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smáaura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn.

Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sérstaklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er.

Taka sjálfir myndir

Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstaklega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunargögnin eru þegar menn taka sjálfir myndir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafnvel þótt brotaþolinn – eða brotaþolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga.

Annað dæmi gæti verið að foreldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stundum kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt afskurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005.

Algild réttindi barna

Á Íslandi hefur engin mál af þessum toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslendingar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttarvernd barna er takmörkuð gagngert til að beita börn ofbeldi.

Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algildur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum.

Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa meðferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskiptalausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra.

08.12.2012

Ég veit satt að segja ekki hvort mér finnst hún krúttleg eða fáránleg, vandlæting blaðamannanna  ‒ sem rita bókadóma um nýja bók Styrmis Gunnarssonar í DV og Fréttablaðið ‒ yfir vinnubrögðum þeim sem Styrmir lýsir á Morgunblaðinu fyrir áratugum. Fáránleg væri hún, þar sem ég hefði talið að allir blaðamenn þekktu sögu fjölmiðlunar á Íslandi nógu vel til að kunna slíkar sögur í hundraðatali, af fréttum sem voru sagðar og ekki sagðar, ýktar eða úr þeim dregið, ljósmyndum sem voru teknar sérstaklega til að gera lítið eða mikið úr hlutunum, allt eftir því hvað þjónaði þeim sjónarmiðum sem flokksblöðin vildu koma á framfæri. Krúttlegt gæti það kallast og hugsanlega tímanna tákn að upp sé vaxin kynslóð fjölmiðlafólks sem þekkir ekki þennan veruleika af eigin raun og finnst hann jafn fjarlægur og önnur hatrömm, pólitísk átök Kalda stríðsins hér á landi. Í öllu falli má spyrja hvort það sé slæmt af fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins að veita innsýn í þennan gamla tíma eða hvort það sé þvert á móti jákvætt að hann greini frá upplifun sinni af starfi flokksblaðanna á tímum Kalda stríðsins.

Þjónn hægri aflanna?

Ég hef ekki lesið bókina og legg því ekki dóm á efni hennar, en hitt er að í bókadómunum tveimur er að finna (auk hinna ýmsu fullyrðinga um Styrmi sem persónu) greinanlega söguskoðun á því hvernig Morgunblaðið þróaðist á árunum áður en Davíð Oddsson tók við ritstjórn þess. Þannig má lesa úr báðum bókadómunum að Styrmir hafi fyrst og fremst talið að Morgunblaðið ætti að vera flokkspólitískt málgagn fyrir áróður hægrisins. Síðan hafi tekið við skammur tími í lífi blaðsins þar sem það hafi orðið að góðum og hlutlausum fréttamiðli, nánar tiltekið undir stjórn Ólafs Stephensen.

Þessi söguskoðun fer fjarri minni upplifun, en ég vann á Morgunblaðinu á árunum 2003-2009 og þar af seinni hluta þess tímabils við pólitísk fréttaskrif. Saga Morgunblaðsins nær auðvitað mikið lengra aftur og aldrei voru tengsl þess og Sjálfstæðisflokksins slitin að fullu. Það sést best á því að ritstjórar blaðsins og aðstoðarritstjórar hafa nánast undantekningalaust verið félagar í þeim flokki.

Þrátt fyrir það þá var ljóst að Styrmi (þar áður í samstarfi við Matthías Johannessen) var mikilvægt að gefa út blað sem höfðaði til breiðs hóps lesenda, ekki aðeins flokksbundinna eða óflokksbundinna sjálfstæðismanna. Hann lagði áherslu á vandaðan fréttaflutning og að sanngirni væri gætt gagnvart ólíkum sjónarmiðum, sem og að ólík sjónarmið endurspegluðust á síðum blaðsins, þ.m.t. í pistlum blaðamanna.  Ennfremur var á þessum tíma lögð áhersla á metnaðarfulla  menningarumfjöllun, en lista- og menningarlífið á Íslandi hefur sannanlega ekki verið meðal dyggustu þjóna hægri-aflanna í tímans rás.

Með því er ekki sagt að Morgunblaðið hafi á þessum tíma verið gallalaust eða að samfélagsleg og pólitísk afskipti Styrmis hafi í öllu verið innan marka. Engu að síður þá má Styrmir, eins og aðrir, njóta sannmælis.

Hið meinta hlutleysi

Hvað Ólaf Stephensen áhrærir þá er hún líka umhugsunarverð söguskoðunin að í stuttri  ritstjórnartíð hans hafi Mogginn verið allslaus við nokkurn lit, hlutlaus í hvítvetna. Fyrir það fyrsta þá er þetta hlutleysishugtak sem tröllríður öllu í íslenskri blaðamennsku stórgallað. Þá fyrst er upp kominn vandi ef blaðamaður telur sig fullkomlega hlutlausan gagnvart viðfangsefni. Aukinheldur er erfitt að skilja hvernig Ólafur átti að geta talist hlutleysið uppmálað. Hann var alinn upp á Morgunblaðinu, starfaði þar frá 19 ára aldri, varð aðstoðarritstjóri 33 ára gamall og skrifar með zetu þótt hún hafi verið afnumin áður en hann byrjaði í skóla. Hann var formaður Heimdallar (eins og fleiri ritstjórar Morgunblaðsins) og hann var og er mjög tengdur inn í ýmsa valdahópa í íslensku samfélagi. Þess sáust stundum merki í ritstjórnartíð hans, bæði á Morgunblaðinu og á 24 stundum, og sjást enn í Fréttablaðinu.

Ólafur á sér líka marga kosti sem ritstjóri og fjölmiðlamaður, og þeirra má hann njóta. Hann er skipulagður og vel ritfær og var nútímalegri stjórnandi en forverar hans. Eins og af öðrum sem störfuðu á Morgunblaðinu lærði ég margt af Ólafi sem gagnaðist mér í blaðamennskunni og á öðrum vettvangi síðar meir.

Skilin milli hans og forvera hans í ritstjórastóli voru hins vegar fjarri því að vera svo afgerandi sem bókadómararnir halda fram. Eftir að Ólafur tók við upplifði ég í fyrsta sinn í starfi sem þingfréttaritari þætti sem leiddu til þess að ég missti traustið á því að ritstjórinn stæði með mér gegn þeim öflum og einstaklingum sem vildu ekki aðeins hafa áhrif á fréttaflutning Morgunblaðsins, heldur líka mannaval. Fyrir vikið varð sjálfsritskoðun mín meiri en nokkru sinni fyrr, en hún er einn af stærstu óvinum blaðamannsins.

Hvaða pottar krauma undir?

Það er gagnlegt að fjalla um íslenska fjölmiðla í sögulegu ljósi, sérstaklega með það að markmiði að skilja betur stöðu þeirra í dag. Og þá má velta upp mörgum spurningum. Ritstjórar tveggja stærstu dagblaðanna,  Morgunblaðs og Fréttablaðs, eru báðir úr Sjálfstæðisflokknum. Pólitísk skrif helgarblaðanna (Reykjavíkurbréf og Kögunarhóll) eru á hendi tveggja manna sem slógust um formannsstólinn í Sjálfstæðisflokknum árið 1991, hafa báðir hafa verið formenn þess flokks og forsætisráðherrar. Flokksblöðin lögðust af en eignarhald blaðanna (og síðar netmiðlanna) færðist þá á annarra hendi. Á sama tíma færðust völd að einhverju leyti úr stjórnmálum og inn í viðskiptalífið. Hvaða pottar krauma undir starfandi blaðamönnum í dag? Og hvaða höndum fer tíðarandinn um fjölmiðlun nú þegar ríflega tuttugu ár eru liðin frá því að Kalda stríðinu lauk?

Við höfum sannanlega ekki nálgast óskastað þegar kemur að frjálsri fjölmiðlun á Íslandi og að einhverju leyti varð bakslag með hruninu. Starfsumhverfi og -öryggi blaðamanna er í mörgu ljósárum á eftir því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þetta þarf að fjalla um af alvöru.

Bókadómana má nálgast hér:

“Innsýn í hugarfylgsni lítilla karla”

“Ógeðsleg innsýn”

← Fyrri síðaNæsta síða →