Slæðusviptingar

Raddir íranskra kvenna

Ég fór fyrst til Írans árið 2005 og vissi satt að segja fremur lítið um land og þjóð. Fyrir vikið gekk mér illa að fóta mig til að byrja með en þegar sjálfsöryggið á framandi slóðum var orðið meira varð ég hugfanginn af þjóðinni – sögu hennar og menningu – og ekki síst af írönskum konum.

Íran er margbrotið og ótrúlegt land. Tilraunir íransks almennings til að koma á lýðræði í landinu hafa verið brotnar harkalega á bak aftur og misgáfulegir einræðisherrar hafa ríkt yfir þjóðinni alla 20. öldina og það sem af er 21. öldinni. Þessi erfiða saga í bland við stórbrotna menningararfleifð gerir það að verkum að hugurinn fer í marga hringi við dvöl í landinu.

Ég sneri aftur til Írans árið 2007 og þá með stórt verkefni í kollinum. Meistaraprófsritgerðin mín í alþjóðasamskiptum skyldi fjalla um íranskar konur. Ég tók viðtöl við þrettán íranskar konur og bar upplifun þeirra saman við fræðilegar heimildir um stöðu kvenna í landinu. Eins og við mátti búast sat ég eftir með fleiri spurningar en svör, en um þau svör sem ég fann má lesa í bók sem ég fékk útgefna í nóvember 2008. Bókin heitir Slæðusviptingar – raddir íranskra kvenna, hún er gefin út af Sölku og fæst meðal annars hér.

slaedusviptingar

Hér er ritdómur um bókina.