Margföld árslaun í styrki

Meðalmánaðarlaun á Íslandi eru líklega einhversstaðar á milli þrjú og fjögurhundruð þúsund á mánuði. Það þýðir milli 3,5 og 5 milljónir í árslaun. Þegar einstaka stjórnmálamenn (þeir hinir sömu og kvarta iðulega undir launum kjörinna fulltrúa sem eru kannski tvöföld laun meðaljónunnar) fá 5-25 milljónir króna í styrki fyrir eitt einstaka prófkjör eða forval þá eru það háar fjárhæðir.

Það er fagnaðarefni að upplýsingar um fjármál stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka séu komnar upp á yfirborðið. Þannig á það að vera. Búsáhaldabyltingin heldur áfram.

Prev PostJóhannes
Next PostAGS beitt enn á ný