Að hitta naglann á höfuðið

Jafnréttisnefnd BSRB hefur beint þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar og samningsaðila á vinnumarkaði að standa vörð um velferðarkerfið. Jafnframt vekur nefndin athygli á því að starfsfólk innan velferðarkerfisins er í yfirgnæfandi meirihluta konur og að samdráttur þar bitni því harkalega á kvennastéttum.

Þá segir í frétt á heimasíðu BSRB:

„Mikilvægt er að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða. Atburðarásin má hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Reynslan kennir að allt of oft hefur raunin orðið sú á samdráttartímum. Þannig hefur beinlínis verið ráðist í atvinnusköpun á kostnað kvenna.

Stuðla þarf að atvinnu fyrir alla, konur jafnt sem karla, og má atvinnusköpun ekki verða á kostnað starfsemi sem er samfélaginu öllu mikilvæg. Aldrei er eins mikil þörf á öflugu velferðarneti og á krepputímum. Höfum það hugfast. Eyðilegging á velferðarkerfinu bitnar ekki aðeins á samtímanum heldur einnig á komandi kynslóðum. Látum það ekki gerast.“

Þetta heitir að hitta naglann á höfuðið.

Prev Post2007 bústaður
Next PostNext Post: No Title