Fréttir berast nú af fjölda vinnuslysa við Kárahnjúkavirkjun. Í ljós kemur að 1.700 vinnuslys voru tilkynnt á svæðinu, fjórir létu lífið og 120 eru enn óvinnufær eftir vinnuslys við framkvæmdirnar. Burtséð frá almennri andstöðu minni við byggingu Kárahnjúkavirkjunar þá var ég, ásamt mörgum öðrum, mjög hikandi gagnvart þeirri ákvörðun að fela verktakafyrirtækinu Impregilo framkvæmdina. Þær áhyggjur virðast því miður hafa verið á rökum reistar.

Til samanburðar má benda á að vinnuslys við byggingu álversins á Reyðarfirði voru margfalt minni og sá munur verður ekki aðeins skýrður með ólíkum aðstæðum. En bygging Kárahnjúkavirkjunar var ódýrari fyrir vikið, kannski sumum þyki þetta ásættanlegur fórnarkostnaður?