23.08.2010

Ég hef ekki orðið vör við þá kröfu að Þjóðkirkjan eigi að “dæma” Ólaf Skúlason sem kynferðisbrotamann, eins og sr. Karl Sigurbjörnsson virðist halda. Hins vegar er uppi hávær krafa um að Þjóðkirkjan þaggi ekki kynferðisbrot sem kirkjunnar þjónar beita eða eru grunaðir um að beita. Karl virðist hafa tekið þátt í slíkri þöggun. Fyrir vikið er hann ekki hæfur til að sitja á biskupsstóli. Yfirstjórn kirkjunnar á að hlusta á fólk sem hefur orðið fyrir slíku ofbeldi og hún á ekki að draga frásagnir þess í efa. Að draga ekki í efa er ekki sama og að “dæma”. Það er nefnilega líka dómur fólginn í því draga taum kynferðisofbeldismanna og láta þá njóta svo mikils vafa að það er látið liggja í loftinu, eða sagt beinum orðum, að ásakanir um ofbeldi séu að öllum líkindum til upplognar.

Sr. Sigríðar Guðmarsdóttur leggur til í grein í Fréttablaðinu í dag að óháð sannleiksnefnd, utan kirkjunnar, rannsaki ásakanir um þöggun Þjóðkirkunnar vegna ásakana um kynferðisofbeldi af hálfu Ólafs Skúlasonar. Um það snýst nefnilega málið, ekki um hvort Ólafur Skúlason hefði verið dæmdur fyrir rétti eða ekki, því eftir allt þá eru afskaplega fáir kynferðisbrotamenn sekir fundnir fyrir dómstólum.

Með því að snúa umræðunni upp í dóma guðs og dóma mannanna er biskup að drepa málinu á dreif, sennilega til að hylja sína slóð.