Úr 2. tölublaði Forvitin rauð 1976.
Pungrotta er maður sem:
- aðeins getur elskað konu sem er veikbyggðari en hann, yngri, minna menntuð og sem tilbiður hann vegna eigin ósjálfstæðis
- glápir á “skvísur” þegar hann er á gangi með konu sinni eða reynir í huganum við þær sem yngri eru og lögulegri en hún
- dæmir konur einungis eftir útlitinu en gleymir því hvernig hann lítur út sjálfur
- alltaf er uppskrúfaður, veit allt betur og treður eigin persónu upp á aðra, þar á meðal konuna sína
- ræðir málefnalega við kynbræður sína en lætur konum nægja daður og hégóma
- heyrir ekki það sem konur segja í samkvæmum og virðir einungis karlmenn svars – tekur einungis karlmenn alvarlega
- finnst hann vera eins og kóngur í ríki sínu þegar hann er einn í kvennahópi
- finnst eðlilegt að hann panti matinn á veitingastað og sjálfsagt að hann komi fram í nafni konunnar
- klappar konu á bossann eða kitlar hana undir hökunni eins og hún sé stórt smábarn- aðeins er fær um að ríða konu ef hann frumkvæðið – eða er “ofaná” í bókstaflegri merkingu- metur útlit kvenna og gefur þeim einkunnir eftir því (of lítil brjóst, of stór brjóst, of mikil læri o.s.frv.)
- finnst það vera í verkahring konunnar að sjá um getnaðarvarnir og getur ekki hugsað sér að taka inn pilluna eða láta gera sig ófrjóan
- heldur upp á fæðingu barns síns með því að fara á kvennafar
- flautar á eftir eða eltir konur á götum úti
- segir aldrei “ég elska þig” nema þegar hann er að fá úr honum
- gumar óspart af öllum þeim konum sem hann “nær í” eða “neglir”
- lifir í þeirri trú að allar konur dreymi um hann einan og etur konum saman
- finnst hann vera maður með mönnum þegar “konan” er ófrísk eða þegar hann hefur “barnað” hana eins og hann segir sjálfur
- segir “Haltu þér saman, þú hefur ekkert vit á þessu” við konu sína þegar hún segir sitt álit
- meðhöndlar konu sína eða vinkonu eins og hjálparvana barn, talar t.d. niður til hennar, skýrir eitthvað fyrir henni með umburðarlyndi í svipnum, brosir föðurlega að því sem hún tekur sér fyrir
hendur og finnst hún vera kjánaleg, barnaleg og grunnhyggin
- skammast í sífellu út af því hve lítið konan leggur af mörkum til heimilishaldsins
en metur einskis starf hennar við að gæta bús og barna
- telur að konan geti ekki – frekar en svo margt annað – ekið bíl og sest því alltaf sjálfur undir stýri fjölskyldubílsins nema þegar hann er drukkinn
- talar alltaf í fyrstu persónu eintölu þegar hann á við sig og konu sína eða fjölskylduna
- ákveður hverju fjölskyldan hefur efni á og hverju ekki
- “hatar ” að fara í verslanir, veit því ekki hvað neitt kostar og lætur konuna um að gera öll dagleg innkaup
- vill helst að konan hans sé inni á heimilinu og segir henni að hætta að láta sig dreyma um vinnu utan heimilisins
- skammtar konu sinni matarpeninga að eigin geðþótta og rífst í hvert skipti sem þeir eru búnir
- neitar að taka þátt í húshaldi og barnaumönnum þótt konan vinni einnig úti
- heldur því fram að konur séu líffraeðilega betur skapaðar til húsverka
- kemur sér hjá húsverkum með því að segjast “ekki kunna þetta”
- segir konunni sinni hversu heppin og ánægð hún sé og gengur út frá því sem vísu að hún sé á sama máli
- finnst “kellingin” vera móðursjúk þegar hún er óánægð með þrælshlutverk sitt
- getur auðveldlega haldið framhjá konunni sinni en verður óður af afbrýðnssemi ef hún reynir eitthvað í þá veru
- á leynilega ástkonu og finnst hann vera lukkunnar pamfíll að lifa tvöföldu lífi því það styrkir vitund hans sem karlmaður
- beitir konur valdi eða hótar því ef þær láta ekki að vilja hans
- getur því aðeins komið sér áfram í lífinu að hann hafi kvenþræl sem annast allar nauðþurftir hans
- lætur konu sína vinna kauplaust fyrir sig og eignar sjalfum sér heiðurinn af uppskerunni
- aflar sér menntunar á kostnað sambýliskonu sinnar sem heldur honum uppi með ófaglærðri vinnu
- aflar sér menntunar á kostnað konu sinnar sem er menntuð og vinnur fyrir honum með sérhæfðu starfi, en finnur sér síðan lífsförunaut “við sitt hæfi”
-álítur vinnu sína verðmætari og mikilvægari en vinnu konu sinnar.og mikilvægari en velferð konu sinnar og barna
- auðmýkir og drottnar yfir undirmönnum sínum og finnur þannig til valds síns og getu
- hefur unun af því að njóta virðingar kvenna í röðum undirmanna sinna þegar þær skjálfa á beinunum af ótta við hann
- notfærir sér stöðu sína sem yfirmaður til að komast yfir konur sem eru undir hann settar á vinnustað
- drottnar yfir, ráðskast með og misnotar undirmenn sína, jafnt konur sem karla, vegna þess að honum finnst hann ekki standa sig í stykkinu sem karlmaður eða á framabrautinni,
- krefst hærri launa en konur hafa og vinnur því gegn launajafnrétti kynjanna
- fær konurnar á vinnustað sínum til að annast öll húsverk, elda mat, hita kaffi gera umhverfið notalegra og fara í sendiferðir
- er andvígur því að konur gangi inn í hefðbundin karlmannaströf
- er gagnrýnni á störf kvenna en karla
- heldur að verkaskipting kynjanna eigi sér líffræðilegar orsakir (“konum fellur betur einhæf vinna”)
- beitir sér gegn því að konur komi sér áfram, verði stjórnendur, bjóði sig fram til þings ofrv.
- setur fjarvistir kvenna fram sem rök gegn því að þær séu látnar gegna ábyrgðarstöðum eða yfirleitt ráðnar í vinnu og hugsar aldrei út í að hann þarf aldrei að vera heima sjálfur þegar bðrnin veikjast
- er andvígur frjálsum fóstureyðingum og telur að karlmenn hafi yfirleitt betri skilning á konum og vandamálum þeirra en þær sjálfar
- kallar konur “móðursjúkar”, “kellingar”, “hækjur”, “gæsir”, “merar”,”mellur” “píur”,”skuð” og öðrum niðurlægjandi kynferðisfasískum nöfnum
- verður reiður, hræddur, móðgaður, pirraður þegar kona hans eða vinkona fær áhuga á starfsemi rauðsokka
- reynir að koma í veg fyrir að eiginkonan sæki jafnréttisfundi eða umgangist aðrar konur
- reynir að draga úr áhuga konu sinnar á jafnréttismálum með því að kalla þær konur sem þeim sinna “rauðsokkusubbur” “lesbíur”, “móðursjúkar kellingar” eða “karlmannahatara”
- er fullur fordóma um konur og heldur að félagsleg staða kynjanna sé líffræðileg ákvörðun
- ekki viðurkennir algera og raunverulega frelsun konunnar og stuðlar ekki að henni – með starfi.
e.CLAUS CALUSEN
Þröstur Haraldsson
þýddi.