Úr viðjum vanans

Úr viðjum vanans er lokaverkefnið mitt til B.Ed. prófs við Kennaraháskóla Íslands.
Þegar lokaverkefnisgerðin nálgaðist haustið 2002 var ég harðákveðin í að fjalla á einhvern hátt um jafnréttisfræðslu í skólum. Eftir dálitla leit datt ég niður á heimsins besta leiðbeinanda, Margréti Pálu Ólafsdóttur, brautryðjanda og hugmyndafræðinginn að baki Hjallastefnunni. Margrét Pála þurfti að byrja á að fá mig niður á jörðina, enda var upphaflega hugmyndin meira í líkingu við doktorsverkefni en ekki þriggja eininga ritgerð eins og Kennaraháskólinn bauð upp á.

Um er að ræða fræðsluefni fyrir kennara um kynmótun og kynferðislegt ofbeldi og sýni ég fram á tengslin þar á milli. Jafnframt er að finna tillögur að kennsluefni um það viðkvæma málefni sem kynferðislegt ofbeldi er. Verkefnið má nálgast í heild sinni hér.

Rúmu ári eftir útskrift kviknaði sú hugmynd að heimsækja skóla og kynna verkefnið fyrir kennurum. Með dyggri aðstoð Gunnlaugs Jónssonar tókst að safna styrkjum þannig að ég hafði þrjá mánuði til að skipuleggja mig og flakka á milli skóla. Ég ákvað að láta landsbyggðina njóta forgangs og ferðaðist hringinn í kringum landið og bauð upp á ókeypis fræðslu fyrir kennara. Síðar var ég fengin í nokkra grunnskóla í Reykjavík og í það heila hef ég náð eyrum kennara úr u.þ.b. fimmtíu grunnskólum.

Fyrirlesturinn býð ég enn upp á og hægt er að hafa samband sé áhugi á því.