Kannski er orðspor okkar ekki eins vont úti í hinum stóra heimi og í stefndi? Að minnsta kosti hefur umræðan verið okkur hliðhollari í dag en í gær.

Þennan póst fékk ég sendan áðan frá breskum vini mínum:

Hi Halla, I hope you are well?!

Iceland in the news again in the UK! A very brave move and I, for one, would support it! The international financers (IMF, EY, World Bank etc) should not be telling countries how to run their affairs!

Best wishes
x

d

Nú er kominn tími á að almenningur á Norðurlöndunum fái að vita hvernig ríkisstjórnir þeirra hafa brugðist við Icesave deilunni. Ekki vegna þess að ég hafi ofurtrú á ídeólógískri, norrænni frændsskapssamstöðu, heldur bara vegna þess að þá getur fólk alla vega tekið afstöðu sjálft og ég losnað við að hlusta á Svía halda því fram að þeir hafi verið rosalega góðir við Íslendinga í gegnum alla kreppuna. (Heyrði mikið af því í ferð til Svíþjóðar sl. haust).

Síðan er kominn tími á að Íslendingar standi saman sem einn maður í því ferli sem framundan er, málið hætti að vera flokkspólitískt innanlands og að við hættum að svara alltaf sjálf fyrir hönd Breta og Hollendinga í almennum umræðum. Hvernig væri það? Ábyrgðin er okkar allra.