Úr frétt á Eyjunni:

“Með þeim fyrirvara sem eðlilegt er að setja við allar vefkannanir fer ekkert á milli mála að stór meirihluti þátttakenda í vefkönnunum tveggja stórra fjölmiðla, Wall Street Journal og Guardian, styður þá ákvörðun Íslendinga að neita að greiða reikninginn vegna Icesave.”

Spyr sú sem ekki veit: Hafa Íslendingar neitað að greiða reikninginn vegna Icesave? Missti ég af einhverju?

Annars hlyti það að vera að bera í bakkafullan lækinn að blogga um ákvörðun forsetans að skrifa ekki upp á frumvarpið. Ég verð hins vegar að viðurkenna að eftir fimm vikna dvöl á Indlandi hef ég miklu meiri húmor fyrir þessu öllu saman en áður en ég fór út. Kannski ættu sem flestir að fara til Indlands, þá gætum við hlegið hátt, slappað aðeins af og brugðist svo við því sem bregðast þarf við með æðruleysi og ró, hvort sem við erum sammála hvert öðru eða ósammála. Þannig er það nefnilega bara.