Almennt talið hef ég óþrjótandi þolinmæði gagnvart íslenskum bíómyndum. Væru sumar þeirra erlendar myndi ég aldrei leigja þær og hvað þá þræla mér í gegnum þær. Í gær leigði ég íslensku myndina Jóhannes sem skartar Ladda í aðalhlutverki. Blessunarlega var myndin aðeins 75 mínútur því að hefði hún lengri verið hefði ég sennilega ekki lokið við áhorfið. Jóhannes er eiginlega með leiðinlegri myndum sem ég hef séð lengi. Ég gæti þusað lengi um hina lélegu femme fatale klisju sem myndin hefst á og þá staðreynd að á meðan Ísland á fjöldann allan af frábærum, vel menntuðum og reyndum leikkonum þá er fegurðardrottning valin til að leika í myndinni. En það eru ekki einu leikstjóramistökin. Meira að segja reyndur leikari eins og Laddi verður ekki sannfærandi í hlutverkinu og hvað þá aðrir karakterar. Niðurstaða: Lélegt handrit. Léleg leikstjórn. Sóun á peningum.