Ég skal fúslega játa að ég verð alltaf jafngáttuð á því þegar menn, sem þóttu miklir spekingar í íslensku samfélagi fyrir hrun, stíga fram á sjónarsviðið núna og syngja sama sönginn og þeir sungu þá. Það gerir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í kvöldfréttum Sjónvarps í gær og söngurinn hans fjalla um dásemdir stóriðjunnar. Staksteinar Morgunblaðsins taka svo undir og halda mætti að skortur á stóriðju sé meginástæðan fyrir atvinnuleysi.

Staðreyndin er sú að atvinnuleysið sem við glímum við í dag er tilkomið vegna þeirrar brjálæðislegu stefnu sem Hannes og skoðanabræður hans predikuðu um. Það var stefna einkavæðingar og einstaklingshyggju þar sem réttindi einstaka auðmanna (sem reyndar kom í ljós að voru engir auðmenn heldur aðeins menn sem fengu himinhá lán) voru fremri réttindum samfélagsins. Þessi hugmyndafræði hrundi sl. haust. Gallinn er sá að hún tók íslenskt samfélag með sér í hruninu. Og fyrir það borgum við. Ísland fyrir hrun var einmitt Ísland stóriðjurnar. Hvernig væri að horfa í aðrar áttir?