Heimsborgarinn er í tilvistarkreppu. Þannig er nefnilega að bestu vinkonu Heimsborgarans finnst hann ekki eiga heima þar sem hann hefur hreiðrað um sig. Henni finnst hann stinga í stúf á vefsíðunni og að kaldhæðni hans virki tilgerðarleg. Heimsborgarinn eigi að hætta að vera heimsborgari og sætta sig við að þvælast innan um aðrar skoðanir síðuhöfundar. Heimsborgarinn veit satt að segja ekki hvernig hann ætlar að bregðast við þessu, en hann er þögull meðan hann hugsar ráð sitt.