Ég gat ekki annað en brosað þegar ég var að fara í gegnum gagnasafn Moggans og rakst á frétt sem ég skrifaði 2. október í fyrra um fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram 1. október. Fréttin hefst svona: “ÞAÐ HARÐNAR á dalnum á næsta ári en framtíðin er bjartari, ef marka má forsendur fjárlagafrumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi í gær…”

Fjárlagafrumvarp þetta var ónýtt örfáum dögum eftir að það var lagt fram, en við skulum vona að spáin um að framtíðin verði bjartari reynist rétt!