Mikilvæg rödd

Fyrir rúmu ári síðan kom Allyson M. Pollock, prófessor við Edinborgarháskóla, til Íslands og flutti erindi á vegum BSRB. Ég fór ekki á fundinn en man eftir að hafa rennt lauslega yfir erindið. Nú las ég það aftur nýverið og get ekki annað en mæltmeð lesningunni, enda hægt að uppfæra margt sem þar kemur fram um einkavæðingu breska heilbrigðiskerfisins á einkavæðingarhugmyndafræðina almennt.

Meðal þess sem Pollock benti á var að með einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar sé verið að endurskilgreina almannasviðið sem einkasvið og reisa nýja múra til að halda almenningi utan þess. Nefndi hún dæmi um að við einkavæðingu í Bretlandi hafi verið lokað á aðgang almennings og þingsins að gögnum um heilbrigðismál, m.a. á forsendum viðskiptaleyndar. Fyrirlesturinn má nálgast í íslenskri þýðingu hér og ætti eiginlega að vera skyldulesning fyrir alla sem bera hag velferðarkerfisins fyrir brjósti.

Prev PostFjármálagaldrar til sölu
Next PostAtvinnuleysi eykst meðal kvenna en minnkar hjá körlum