“Ég veit að hann [heilbrigðisráðherra] er kommúnisti en við höfum einnig kommúnista hér í Svíþjóð og Noregi og þeir hafa stutt þjónustuna.”

Þetta er áhugaverð útlegging hjá Norðmanninum Otto Nordhus, sem stofnaði fyrirtæki sem heitir í höfuðið á honum, í Morgunblaðinu í dag. Otto vill í samstarfi við Róbert Wessman flytja inn Svía og Norðmenn til að gera á þeim skurðaðgerðir hér á landi. Hann er ferlega pirraður yfir að málið skuli ekki afgreitt strax og þá án þess vandaða undirbúning sem nauðsynlegur væri fyrir ákvörðun af þessu tagi. Ástæðan fyrir því að heilbrigðisráðherra eigi að hoppa á vagninn eru m.a. þær að Otto hafi sett upp þrjú skúkrahús í Bretlandi og stofnað sjúkrahús í Perú. Síðan er hann viss um að sú staðreynd að málið taki tíma sé vegna þess að heilbrigðisráðherra sé kommúnisti. Málefnalegar umræður, gæti einhver sagt.