Jafnréttismál: Það sem mestu máli skiptir

<!– /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:““; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:“Times New Roman“; mso-fareast-font-family:“Times New Roman“;} @page Section1 {size:595.3pt 841.9pt; margin:72.0pt 90.0pt 72.0pt 90.0pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} –>

Grein um atvinnusköpun og jafnréttismál

Birtist á Smugunni 11. júní 2009

Það sem mestu máli skiptir

Jafnréttisnefnd BSRB hefur beint tilmælum til ríkisstjórnarinnar og samningsaðila á vinnumarkaði um að standa vörð um velferðarkerfið. Jafnframt vekur nefndin athygli á því að starfsfólk innan velferðarkerfisins er í yfirgnæfandi meirihluta konur og að samdráttur þar bitni því harkalega á kvennastéttum. Orðrétt segir: „Mikilvægt er að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða. Atburðarásin má hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla.“

Þetta er sannarlega þörf áminning. Sagan kennir okkur að á samdráttartímum er hætt við að forgangsröðunin verði í þágu karla en ekki kvenna. Þá tala margir um nauðsyn þess að halda áfram að byggja háhýsi og stærðarinnar umferðarmannvirki, sem hafa mismikla þýðingu fyrir samfélagið í heild. Á sama tíma þykir sjálfsagt að höggva á grunnstoðir velferðarkerfisins með slæmum afleiðingum fyrir allt samfélagið. Íslendingar eiga ekki að falla í þennan pytt, þótt syrti í álinn.

Tvö stór atvinnumál

Stærstu atvinnumálin hér á landi eru tvö. Í fyrsta lagi verða stjórnvöld að standa vörð um störf á vegum hins opinbera. Fjöldauppsagnir á þeim vettvangi koma verst niður á láglaunuðum kvennastéttum og heildarsparnaðurinn fyrir ríkissjóð er takmarkaður. Umrætt starfsfólk fer á atvinnuleysisbætur og vari atvinnuleysið til langs tíma getur það leitt til heilsubrests.

Í öðru lagi skipta stýrivextir sköpum fyrir atvinnulífið í landinu. Ef þeir lækka ekki verða atvinnuskapandi aðgerðir til lítils.

Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að í öllu góðærinu var velferðarþjónustan fjársvelt. Þannig skiluðu sjálfstæðismenn heilbrigðiskerfinu af sér með ríflega tveggja milljarða króna skuldahala, þrátt fyrir að umtalsverður halli hafi verið greiddur upp. Það er því stórt og mikið verkefni að ráðast í frekari niðurskurð hjá stofnunum velferðarkerfisins. Í því sambandi þurfa áætlanir að vera raunhæfar og sanngjarnar. Við eigum ekkert val, enda hefur öflugt velferðarkerfi sjaldan verið mikilvægara. Förum að tilmælum jafnréttisnefndar BSRB og stöndum vörð um það sem mestu máli skiptir. Þannig er hægt að reisa Ísland við.

Prev PostHeilsusamleg tekjuaukning
Next PostNýja Ísland ...