Nú styttist óðum í að framboðsfresti til stjórnlagaþings ljúki þann 18. október. En hvert er hlutverk stjórnarskrárinnar og á hvaða gildum viljum við byggja samfélag okkar? Er hægt að komast að sátt um þessi gildi? Hvert verður hlutverk kvenna í að skapa nýja stjórnarskrá? Femínistafélagið efnir til umræðna um stjórnlagaþing á næsta Hitti. Þar munu Ellý K. Guðmundsdóttir, Daði Ingólfsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir mæta og ræða um stjórnarskránna, stjórnlagaþing og hlutverk kvenna í því samhengi. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að mæta. Einnig væri gaman að sjá einstaklinga sem hafa hug á að bjóða sig fram til þingsins. Hittið verður haldið í Friðarhúsi að Njálsgötu 87 milli 20 og 22 og er öllum opið. Sjáumst á þriðjudag!
Ráð Femínistafélags Íslands