Nýr Kvennalisti: Fortíðarþrá, nútíðarverkefni eða framtíðarmúsík?

Femínistafélag Íslands hefur vetrarstarfið með sínu fyrsta Hitti þriðjudaginn 14. september. Efni Hittsins að þessu sinni verður spurningin um hvort nú sé tími fyrir nýtt kvennaframboð eða kvennalista í anda þeirra sem voru í upphafi síðustu aldar og á 9. og 10. áratugnum. Sú spurning hefur orðið áleitnari eftir efnahagshrunið.

Meðal spurninga sem velt verður upp eru: Hverjir eru kostir og gallar sérstaks kvennaframboðs? Hvers ve…gna lognaðist Kvennalistinn út af? Á nýtt kvennaframboð sér grundvöll árið 2010? Hvert væri hlutverk slíks framboðs og hvernig yrði það upp byggt?

Prev PostFréttaflutningur af þingi 2008
Next PostStjórnlagaþing, stjórnarskrá og kyn