Femínistafélagið boðaði alla ráðherra í ríkisstjórn á fund sinn í morgun en þeir eru núverandi handhafar hvatningarverðlauna félagsins, Bleiku steinanna. Sex ráðherrar mættu á staðinn; allir kvenráðherrarnir nema forsætisráðherra en aðeins einn karlanna í ríkisstjórn sá sér fært að mæta, og stoppaði ekki lengi.

Þetta er vissulega táknrænt og minnir okkur um leið á að kyn skiptir máli.

Fundurinn var góður og mikill hugur í fólki, jafnt ráðherrum sem fulltrúum Femínistafélagsins. Viljinn til að byggja upp nýtt Ísland þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi er ríkur en viljinn einn nægir auðvitað ekki. Aðgerðir verða að fylgja. Nú þegar hafa unnist áfangasigrar eins og að kaup á vændi séu ólögleg og að mansalsmál skuli tekin föstum tökum. Enn er þó langt í land og ég skora bæði á þingmenn og ráðherra að gera alla daga að baráttudögum fyrir jafnrétti og kvenfrelsi!

Femínistafélagið boðaði alla ráðherra í ríkisstjórn á fund sinn í morgun en þeir eru núverandi handhafar hvatningarverðlauna félagsins, Bleiku steinanna. Sex ráðherrar mættu á staðinn; allir kvenráðherrarnir nema forsætisráðherra en aðeins einn karlanna í ríkisstjórn sá sér fært að mæta, og stoppaði ekki lengi.

Þetta er vissulega táknrænt og minnir okkur um leið á að kyn skiptir máli.

Fundurinn var góður og mikill hugur í fólki, jafnt ráðherrum sem fulltrúum Femínistafélagsins. Viljinn til að byggja upp nýtt Ísland þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi er ríkur en viljinn einn nægir auðvitað ekki. Aðgerðir verða að fylgja. Nú þegar hafa unnist áfangasigrar eins og að kaup á vændi séu ólögleg og að mansalsmál skuli tekin föstum tökum. Enn er þó langt í land og ég skora bæði á þingmenn og ráðherra að gera alla daga að baráttudögum fyrir jafnrétti og kvenfrelsi!