1. … hvernig í ósköpunum það á að standast að til sé sérstakur armur kenndur við Svavar Gestsson í VG en hann hætti einmitt á þingi sama ár og VG varð til.
  2. … hvernig í ósköpunum ég eigi að geta tilheyrt þeim armi.

Sú hópaskipting sem ég hef orðið vör við innan grasrótar VG snýst meira um bakgrunn fólks og þau baráttumál sem hvert og eitt okkar hefur sett á oddinn. Þannig má alveg greina hóp umhverfisverndarsinna, hóp femínista, hóp friðarsinna og hóp þeirra sem leggja mesta áherlsu á félagshyggju. Þessir hópar hafa borið gæfu til að vinna náið saman, enda sammála málstað hvers annars (þannig verða stjórnmálahreyfingar til). Ég er t.d. femínisti, umhverfisverndarsinni, friðarsinni og vinstri sinnuð, þótt ég hafi einbeitt mér meira að femínisma. Þessi mikla þörf til að draga almenna félaga VG í dilka er óþolandi, hvort sem hún kemur innan frá eða utan frá.