… að nú gangi laus hópur kvenna sem sé ekki bara að kafna úr frekju heldur kenni sig líka við femínisma. Þessar konur eru auðvitað snarbilaðar og stórhættulegar. Þær setja fram fáránlegar kröfur á borð við að konur og karlar njóti jafns réttar og jafnrar stöðu. Svo vilja þær binda endi á ofbeldi gegn konum og þær vilja að konur fái að taka ákvarðanir um málefni samfélagsins eins og karlar. Þannig bjóða þær sig ekki aðeins fram til trúanaðarstarfa fyrir stjórnmálaflokka heldur vilja þær jafnvel líka leiða lista. Og svo láta þær til sín taka innan eins stjórnarflokkanna, sem vel að merkja er femínískur flokkur. Þvílíkt og annað eins. Frekja og yfirgangur.