Á einni bloggsíðu er því velt upp hvernig það væri ef Sóley Tómasdóttir væri kall-fauskur. Mér detta nokkur atriði í hug.

  1. Þá væri henni hampað sem einum mesta baráttumanni fyrir mannréttindum fyrr og síðar
  2. Þá hefðu aldrei verið notuð um hana öll þau ljótu orð sem hafa fallið í bloggheimum
  3. Þá hefði það ekki stressað suma fjölmiðlamenn upp úr öllu valdi að hún sigraði forval VG í Reykjavík og þeir því ekki gripið allar gróusögur um kosningasigur hennar á lofti og slegið þeim upp sem fréttum
  4. Þá myndi ofangreindur bloggari ekki halda því fram að Sóley hefði sigrað forvalið á „vafasaman hátt” enda hefði hann kynnt sér málið betur og bæði áttað sig á því að ekkert var „vafasamt” og séð að Sóley sigraði ekki bara forvalið eftir að póstatkvæði skiluðu sér heldur líka kosninguna sem var framkvæmd á staðnum
  5. Þá hefði ekki verið gerð úr því frétt eftir frétt á visi.is að Sóley starfaði með sínum félögum í borgarstjórn og þ.m.t. þegar kemur að því að greiða atkvæði. Því það er jú það sem stjórnmálaflokkar gera, þeir ræða slík mál og reyna oftast að beina kröftum sínum í sama farveg. (Hafa fréttamennirnir aldrei séð atkvæðagreiðslu á Alþingi?)
  6. Þá hefði kannski verið haft samband við fleiri en Ólaf F. til að spyrja hvort eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað á borgarstjórnarfundinum

Seinna getum við farið í leikinn sem heitir: Hvað ef allir blaðamenn væru góðir og vandvirkir …