Eftirfarandi tilvitnun er úr ræðu sem ég flutti á flokksráðsfundi VG á Akureyri nú í janúar:

„Ég er femínisti, vinstri sinnuð, róttæk, umhverfisverndarsinni og fylgjandi alþjóðlegu samstarfi. Ég endurtek, femínisti, ég fór ekki í pólitík til að láta draga mig í dilka eftir skoðunum einhverra karla, þótt þeir kunni að vera á sömu skoðun og ég. Og er mér alveg sama hvort þeir heita Ögmundur, Steingrímur eða Karl Marx.”