18.08.2012

Blaðamaður Morgunblaðsins: Hann lá bara þarna eins og kvenmaður.

Ég: Eins og hvað?

Blm: Eins og kelling!

Ég: Hvernig liggja konur öðruvísi en karlar?

Blm: Ohh, fæ ég núna fyrirlestur.

Ég: Það er ekki pláss fyrir kvenfyrirlitningu í þessum fótbolta. Þú verður að fá útrás fyrir hana annars staðar.

Blm: Já, til dæmis í vinnunni.

Ég: Það er ein hugmynd.

Ljósvakapistill í Morgunblaðinu í dag:

Femínismi, fótboltinn og Bond

“Bumbuboltinn er musteri karlrembunnar. Þar koma saman karlmenn sem halda að þeir geti eitthvað í fótbolta eða gátu kannski einhvern tímann eitthvað í fótbolta en eru fyrir lifandi löngu búnir að missa alla hæfileika og þol. Knattspyrnuvöllurinn er musteri þessara manna til að fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Á vellinum er öskrað og gargað, nöldrað og tuðað en ekki síst er orðræða viðhöfð sem almennt þykir ekki vel við hæfi á öðrum vettvangi. Nú hefur kvenþjóðin gert innrás í þetta forna musteri karlmennskunnar og ekki síst karlrembunnar. Það má því ekki lengur kalla á eftir mönnum að detta ekki eins og kellingar eða spila eins og stelpur. Það má helst ekki blóta lengur og það er bannað að vera tapsár, m.ö.o. er búið að taka allt það skemmtilega úr bumbuboltanum. Nýir tímar kalla á nýja aðferðafræði, býst ég við, en einn maður breytist aldrei. James Bond er og verður alltaf Bond. Öruggur með sjálfan sig, hrokafullur, kaldhæðinn og kann á kvenfólkið. Hann er tímalausa karlremban sem svo margir karlmenn dýrka og þrá að vera. Það er því ánægjulegt að hann skuli verða fastagestur á SkjáEinum í haust.”